Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 155
Með tilhögun á úðun eins og í b- og c-liðum hefur sennilega lítið dregið
úr uppskeru. 8. lítrar gáfu í öllum reitum ágæta raun og virtist engin
nauðsyn á að úða stærri skammtinum, 12 lítrum, til þess að halda arfa
niðri, því að við upptöku voru allir úðaðir reitir gjörsamlega arfalausir
seint í september.
Eins og fram kemur í þessum tilraunum með eyðingu illgresis úr
kartöflugörðum hafa aðallega verið reynd 3 lyf, Iso-Cornox, STAM og
ARESIN.
Umsagnir hér að framan bera með sér, að öll þessi lyf hafi gefið all-
góðan árangur. STAM mun vera það lyf, sem nú er mest notað við eyðingu
illgresis í kartöflugörðum við vaxandi vinsældir. Eftir því sem bændur
læra heppilegri meðferð þessara lyfja og með tilkomu hentugra úðunar-
tækja eykst áhugi þeirra á notkun varnarlyfja. Verkanir STAM byggjast
á upptöku þess í gegnum blöð illgresisplantnanna. Þess vegna þýðir ekki
að úða því fyrr en jurtir þær, sem eyða skal, hafa skotið ljóssprotum.
Reynzt hefur beztur árangur af lyfinu, þegar t. d. haugarfi er með 4—6
blöðum. Ospíruð fræ drepur lyfið ekki. Endurtekin úðun er því venjulega
nauðsynleg, þegar ný fræ spíra, sem liggja dýpra undir yfirborði moldar-
innar um leið og hlýnar í jarðveginum. Ekki hafa tilraunirnar sýnt, að
STAM dragi úr uppskeru svo nokkru nemi, þótt því sé úðað eftir að
kartöflugrös koma upp.
STAM er fljótandi og lítið eitrað. STAM verður því að telja eitt að-
gengilegasta illgresiseyðingarlyf fyrir kartöflugarða, sem nú er völ á og
reynd hafa verið á tilraunastöðvunum undanfarin ár.
ARESIN er fyrst notað í tilraunum 1964. Það er duft, sem leysist auð-
veldlega upp í vatni. Lyf þetta verkar aðallega í gegnum rótarkerfi jurt-
anna gagnstætt við STAM. ARESIN þarf því að úða áður en illgresisfræin
fara teljandi að spíra og heppilegast er að lyfið sé komið í moldina áður
en spírun illgresisfræja hefst. A þann hátt þarf hver planta minnstan
skammt af lyfinu til þess að drepast og er þá að vænta bezta árangurs af
notkun lyfsins. Af þeim ástæðum, sem að framan er lýst er nauðsynlegt að
nota meira vatn á hverja flatareiningu, ef jarðvegur er þurr, til þess að
lyfið komizt niður í moldina.
ARESIN er hættulítið. Ahrifa þess gætir í moldinni í nokkrar vikur
og er af þeirri ástæðu aðeins úðað einu sinni, þ. e. sem fyrst eftir niður-
setningu. Lyfið hefur reynzt mjög vel og má telja líklegt, að verkanir þess
153