Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 21
Veðrið 1963.
Veturinn, janúar—rnarz, var óvenjuhlýr og tíðarfar hagstætt landbún-
aði. Janúar hófst með þurrafrosti og hægviðri og hélzt það veðurlag fram
í miðjan mánuð. Ur því og til loka janúar var jörð oftast auð og hlýtt eftir
hætti. Tvö nokkuð hörð veður gerði 24. og 25., en þau ollu ekki tjóni.
Febrúar hófst með frosti á því nær auða jörð, en eftir 6. var hlýviðri
og þíða, það sem eftir var mánaðarins. Nokkuð hörð veður gerði 3. og
4. febrúar svo og 6., 27. og 28., en þau gerðu ekkert tjón hér um slóðir.
Að ýmsu hagstætt tíðarfar.
Marz óvenju hlýr svo klaki hvarf að mestu úr jörð, enda frostlaust
allan mánuðinn. Jörð auð og góð til beitar. Veðrasamt fyrri hlutann og
úrkoma í mesta lagi miðað við meðaltal þessa mánaðar.
Vorið, apríl—maí, hlýtt í byrjun, en 10. apríl gerði mikið kuldakast
með hvassri norðan átt og kom frostið á auða jörð og lifnandi gróður. Olli
þetta kast miklum skemmdum á gróðri og þó sérstaklega trjágróðri.
Kornsáning hófst 27. apríl og var þá jörð klakalaus í byggð. Maí með
kaldara móti og fór gróðri því afar hægt fram, enda meiri úrkoma en í
meðallagi.
Sauðburður varð með litlum vanhöldum. Kartöfllur settar niður með
fyrra móti, þar sem jörð var klakalaus.
Sumarið, júní—september. Júní meira en í meðallagi hlýr, lognviðra-
samur og sólfar mikið, en úrkoma með minnsta móti, enda kom það greini-
lega fram í vexti gróðursins. Tún verr sprottin en í meðallagi um mán-
aðamót.
Ágúst svipar til fyrri mán. með þurrt en fremur svalt tíðarfar, en logn-
viðrasamari en í júlí. Heyskapartíð ágæt, en báðir mánuðirnir kaldari en
í meðallagi.
September kaldur og með óhagstæðu tíðarfari. Eftir 10. var úrkoma
talsvert yfir meðallag með sterkum veðrum SA og SV. Kornskurður hófst
upp úr 10. sept. og misvel þroskað. Náðist ekki í mánuðinum, þar sem
slegið var með bindara. Kartöflur felldu gras af völdum frosta 9.—10.
sept. og varð rýr uppskera. Sumarið allt fremur svalt að undanskildum
júní og einkum, þegar á leið september. Óvenjulegt er, að næturfrost verði
í júlí hér á Suðurlandi, en það gerðist víða í uppsveitum, svo að kartöflu-
gras stórskemmdis af völdum næturfrosta í júlí, einnig komu frost í ágúst.
Haustið, október—nóvember. Frostlaust og úrkomusamt í október og
19