Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 22
nokkuð veðrasamt. Olli veður erfiðleikum í viðhaldi kornstakka. Aðeins
5 dagar rigningarlausir. Nóvember, þíðviðri fyrstu 5 dagana, en úr því og
til 25. var óslitin frostveðrátta. Oftast auð jörð, kaldari en í meðallagi og
úrkoman að mestu regn og heldur undir meðallagi. Virtist svo, að vetur
legðist fljótt að, en síðasti mán. desember bætti úr með mildara tíðarfari
og snjó annað slagið, sem þó varð aldrei mikill. Lokið var innakstri á
korni 7. nóvember. Yfirleitt var sauðfé gefið strax í byrjun frostanna í
nóvember, en hross fengu ekkert, nema beitina utan eldishestar.
Tíðarfarið 1963 má telja að nokkru leyti fremur farsælt hér sunnan-
lands, að undanskildu íhlaupinu 10. apríl, sem gerði mikið tjón á trjá-
gróðri víða um land, og einkum í Rangárvallasýslu. Heynýting varð góð,
en heymagn fyrir neðan meðallag, en korn ag kartöflur áfallasamar.
Veðrið 1964.
Árið 1964 einkenndi sig með óvenju hlýjum og góðum vetri frá nýári.
Árið hófst með 3—5° hita og mikilli úrkomu, og hélzt svo alian janúar-
mánuð með kuldakasti síðustu dagana. Febrúar byrjaði með frostum fyrstu
fimm dagana, en úr því voru hlýindi, auð jörð og frostleysur. Hið sama
má segja um marzmánuð, hlýindi voru fram að 24., en þá gerði frost og
snjókomu, sem varði þó eigi nema í tvo daga. Eftir þann tíma var sama
veðrátta og fyrr. Þessir þrír mánuðir voru þó talsvert veðrasamir og úr-
koma yfir meðallagi.
Vorið, apríl—maí. Ekki varð veruleg breyting á tíðarfari, en þó varð
aprílmánuður að þessu sinni heldur kaldari en marz. Plógþítt var á slétt-
lendi og klaki lítill í jörð. Jarðvinnslustörf voru möguleg allan mánuðinn,
úrkoma og hiti ofan við meðallag. Maí svipaði til fyrri mánaðar, en hlýrri
þó en að vanda. Hægviðrasöm tíð með miklu sólfari. Því varð gróðurinn
lengra kominn í þessum mánuði en venjulega. 011 vorverk gengu vel og
allur fénaður komst snemma á grös. Kornsáningu var lokið 9. maí, kart-
öflur mátti setja niður allan mánuðinn og var sums staðar gert. Vindasamt
var á suðaustan, einkum fyrri hluta mánaðarins, en þó aldrei stórveður.
Veturinn og vorið má því telja óvenjulega gott og allur fénaður komst
snemma á græn grös.
Sumarið, júní—september. Júní varð tæplega í meðallagi hlýr, en
sérstaklega lognviðrasamt, fór því túnum ört fram vegna nægs raka, hlý-
inda og sólfars, er var flesta daga. Var víða unnt að byrja slátt í þessum
mánuði, þótt lítil brögð væru að því hér um slóðir.
20