Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Blaðsíða 28
slydduhríð og gránaði niður í miðjar hlíðar og tók þann snjó ekki upp
fyrir mánaðamótin. Kartöfluuppskera var fremur léleg. Hey voru allvel
verkuð, en undir meðallagi að magni.
Október. Hlýtt var í veðri, úrfellasamt og mikið um hvassviðri. A heið-
um snjóaði, svo að fresta varð síðari göngum til mánaðamóta. I heild hag-
stæður október.
Nóvember. Fyrstu daga mánaðarins hélzt góða tíðin, en þá tóku við
kuldar til 25. I þeim kafla snjóaði nokkuð og tók fyrir beit. Síðustu vikuna
hlýnaði aftur. I heild kaldur og óhagstæður mánuður.
Desember. Framan af var tiltölulega hlýtt og stillt, en þá fór að kólna,
en ekki gekk í samfellda kulda. Urkoma var lítil, beit góð og vegir opnir.
í heild hagstæður mánuður.
Árið reyndist í meðallagi. Heyskapur undir meðallagi að vöxtum, en
óhrakinn. Dilkar voru með rýrasta móti vegna kulda snemma í september.
Veðrið 1964.
]anúar. Mánuðurinn var lengst af hlýr, en kólnaði í lokin. Jörð var
auð að mestu og beit nýttist vel. Stöku hvassviðri kom, en ekki til skaða.
Febrúar. Mánuðurinn hófst með kuldakasti, sem stóð í viku. Þá hlýn-
aði og fraus ekki eftir það í mánuðinum. Afarhlýr og hagstæður fehrúar.
Marz. Hlýindin héldu áfram og snjóaði ekki á láglendi í mánuðinum.
Gróðurnál sást upp úr miðjum mánuði. Klaki hvarf úr mólendi, en ekki
mýrlendi. Mjög hagstæður marz.
Apríl. Framan af mánuðinum var einmunatíð og fór gróðri vel fram.
r
Um miðjan mánuð kólnaði heldur og stóð gróður þá í stað. I mánaðar-
lokin hlýnaði aftur og máttu tún heita græn um mánaðamótin og komin
nál í úthaga. Mjög hagstæður apríl.
Maí. Fyrstu vikuna var norðaustlæg átt, hiti við frostmark og rigning.
Eftir það hlýnaði og gengu vorverk vel. Korni var sáð um mánaðamótin
apríl/maí og mátti sá því fyrr. Hagstæður maí.
Júní. Hlýindi voru undir meðallagi framan af, en um miðjan rnánuð
hlýnaði og óx þá mikið í öllum vötnum. Sláttur hófst með fyrra móti.
Júlí. Hlýtt veður og góðir þurrkar lengst af og heyskapur gekk vel.
Grasspretta var góð. Síðustu vikuna var þó óstöðugt veður og rigning.
Ágúst. Óstöðugt tíðarfar og heldur kalt. Rigningardagar margir, en
ekki samfelldir. Hinn 14. og 15. komu frostnætur og þá féll kartöflugras.
Undir meðallagi hagstæður ágúst.
26