Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 19

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1967, Page 19
með jafnri meðalúrkomu. Sólfar aðeins fáa daga. Gróðri fór afarhægt fram og var tvennt sem olli: Jarðklakinn frá marzfrostunum og lágur loft- hiti, enda sólfar lítið á móts við það, sem oft er í júní. Sláttur hófst yfir- leitt óvíða í júní, því að sprettu var víða ekki langt komið, og sums staðar var kal og hálfkal í túnum. Júlí var kaldari en í meðallagi og úrkoma nokkuð tíð og rúmlega meðallag. Góðviðrasamt, en vegna rakasamrar veðráttu gekk illa að þurrka hey. Sláttur hófst víðast um 10. júlí. Korn skreið 10 dögum síðar en venjulega. Heyhirðingar yfirleitt litlar í mánuðinum. Frá 11.—13. ágúst gerði mikinn kulda, þó að frost yrði ekki. Dró þetta mjög úr mjöl- söfnun korntegunda og vexti kartaflna. Eftir kuldana gerði ágæta hey- skapartíð, og varð þá heyhirðing sú mesta yfir sumarið. September varð talsvert kaldari en í meðallagi, úrkoma tíð og talsvert meiri en meðallag hefur sýnt. 9.—11. september gerði allhart frost, er felldi kartöflugras og tók fyrir mjölsöfnun á 6 raða byggi. Veður allhörð gerði 8.—10. og 16., svo og ofsarok 23.—24. september. Þessi veður gerðu talsvert tjón á kornökrum og alveg með nýjum hætti. Oft hafa slík veður valdið kornhruni, en um slíkt var lítt að ræða heldur axfall, og voru mikil brögð að því á 6 raða byggi, og má segja, að frostið 8.-—10. september gerði stráið stökkt, svo að það þoldi ekki veðrin og hrökk í sundur. Þar af varð axfall. Kartöflur náðust ekki upp í mánuðinum vegna hrakviðra. Sumarið var ekki hagstætt kornrækt né vexti kartaflna. En heyjum varð bjargað víðast hvar með sæmilegum árangri. Haustið, október—nóvember. Október var vel í meðallagi hlýr, en úrkoma með mesta móti. Frost komu fyrst 23. og var þá búið að ná upp kartöflum að mestu. Kýr teknar fyrr inn á fulla gjöf en venjulega. Nokkur snjókoma varð síðustu daga mánaðarins. Tvíraða bygg (Herta og Mari) þoldi vel þetta tíðarfar og var uppskorið allan mánuðinn, þegar færi gafst. Nóvember var kaldari en venjulega og úrkoma minni. Snjór og frost með nokkrum veðrum einkenna tíðarfarið. Varð að taka fé á gjöf fyrri hluta mánaðarins. Óhagstætt tíðarfar einkenndi haustið. Desember var kaldari en í meðallagi og úrkoman % meiri en í meðal- lagh og helmingur úrkomunnar snjór. Gjaffellt fyrir sauðfé og færi slæmt á fjallvegum. Árið endaði með björtu hægviðri og hita um frostmark. Árið 1962 má teljast með lakari árum fyrir landbúnaðinn hvað tíðar- far snertir. 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.