Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 13

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 13
7 akuryrkjunnar eru engav skýrar frásagnir í þeim ritum, þar sem getið er kornyrkju. Þó má ráða það af ýmsu, að byggi hafi venjulega verið sáð seinni hluta maí, eða nokkru síðar eftir árferði. Uppskeran á korn- inu hefur sennilega farið fram með sigð, því að það var venja þá í Noregi og er sums staðar enn, þar sein akrar eru litlir. Þroskun á korn- inu hefur sennilega orðið síðasl í ágúst og fyrri hluta sept, eins og orðið hefur í tilraunum siðari tíma. Um hirðingu kornsins, eftir að það var skorið, eru engar beinar sagnir, annað en það að telja má víst, að korn- stöngin hafi verið bundin í bindi og þurrkuð úti, eftir því sem hægt hefur verið í hvert skipti, en vitað er, að eftir þreskingu hefur kornið verið þurrkað við eld i svonefndum sofnhúsum Telja má alveg vist, að líkt hafi verið farið að við byggræktina og meltekjuna i Skaftafells- sýslum, en um mettekjuna þar hafa verið skrifaðar ýtarlegar lýsingaf og verður það því ekki gert hér.1) Það má segja, að eftir því, sem dró úr íslenzku þjóðinni í verk- legum efnum hafi kornyrkjan orðið fátíðari og dregizt saman, þar til hún var með öllu horfin í lok 14. aldar. Orsakirnar fyrir því, að korn- yrkjan lagðist niður hér á landi, eftir 5 alda skeið, eru eflaust margar. Náttúruskilyrðum hefur heldur hnignað, eftir því sem landið var meira rányrkt. Skógar eyddust og hefur það eflausl gert skilyrðin verri fyrir l.ággróðurinn, eins og korn, en jafnhliða eyðingu skóganna þvarr efni- viður og eldiviður. ísár, eldgos og önnur hallæri hafa þá frekar en áður, meðan landið var skógi klætt, torveldað venjuleg störf manna og komið mest við það, sem næmast var fyrir slíkuni truflunum, og hafa þá ak- uryrkjustörf lagzt viða niður, en erfitt reynzt aftur upp að taka þó árferði skánaði. Hefur og hér valdið miklu um, hvað landið var af- skekkt og eigi auðvelt að ná í gott útsæði, þegar það ísl. hafði brugðizt, en telja má víst, að kornyrkja fornmanna hafi brugðizt öðru hvoru og þá orðið að fá útsæði frá útlöndum. Ófriður og óstjórn valdhafanna, einkum á 13. öld, hefur eflaust dregið akuryrkjuna niður hér í afskekktu landi, fremur en annars stað- ar. Þó telja megi, að þetta geti verið hliðstætt því, sem var í nágranna- löndum vorum, þá hefur ófriður og óstjórn innanlands truílað frekar þenna þátt islenzkrar jarðræktar hér en þar, vegna krappari kjara, er liann hefúr átt við að búa frá náttúrunnar hendi. En út yfir hefur þó lekið, þegar drepsóttir gengu og fólk féll unn- vörpum, svo að eigi var hægt að vinna hin allra nauðsynlegustu heim- ilisverk, er þá eigi undarlegt þó jarðrækt, er krafðist töluverðrar vinnu, hyrfi smám saman af sjónarsviðinu, þar til yfir lauk. Þá er og einn þáttur ótalinn, en hann var fólginn í því, að þegar leið á 14. og 15. öld fóru siglingar að aukast, svo og fiskiveiðar og verzlun, og varð þá bæði 1) Sæm. Hólm: Um meltaldð í Skaftafellssýslu. Rit þess íslenzka Lærdóms- listafélags, II. bindi. — fsl. þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, bls. 95—99, og síðast ritgerð í Búnaðarritinu 1940, bls. 54—68, eftir Pál Sigurðsson frá Þykkvabæ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.