Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Síða 14
8
ódýrara og fjölbreyttara korn fáanlegt, en innlenda kornræktin einhæf
og erfiðissöm, með þeim ræktunartækjum, sem þá voru, auk óvissra
skilyrða víðasthvar, enda fór svo, að kornyrkjan leið undir lok að
mestu, í plágunni miklu, í byrjun 15. aldar. Hneig þá sú ræktunar-
kunnátta í valinn, er kornyrkjunni fylgdi, til mikils tjón fyrir jarð-
ræktarmenningu þjóðarinnar aldirnar á eftir.
2. Tilraunir til endurreisnar kornræktinni.
Eftir að kornyrkja leið undir lok, í byrjun 15. aldar, er eigi vitað,
að tilraunir hafi verið gerðar til að koma henni á, fyrr en Gísli Magnús-
son, sýslumaður á Hliðarenda í Fljótshlíð, revndi byggrækt á búi sinu
og hélt þeim tilraunum áfram um nokkur ár. Var þetta eftir miðja 17.
öld. Tilraunir hans höfðu enga almenna þýðingu, annað en það, að
bygg gæti náð nokkrum þroska, þegar sæmilega áraði. Á 18. öld eru
gerðar allvíðtækar tilraunir með bvg'g, hafra, rúg og hveiti, og tókst
misjafnlega. Tilraunir þessar voru gerðar fyrir forgöngu ýmissa em-
bættismanna og að tilhlutun stjórnarvalda. Voru þær á tímaskeiði all-
víðtækar, einkum rétt eftir miðja öldina, því þá voru sendir hingað til
lands norskir og' danskir bændur, er áttu að kenna íslendingum akur-
yrkju. Þessi stórfellda tilraun mistókst með öllu livað kornræktina
snerti, en talið er að nokkurt gagn hafi orðið af störfum þessara manna
viðkomandi garðrækt. Aðallega var það 6 rd. bygg, er náði þroska í góð-
um árum, en miður gekk með þroskunina ef út af bar með árferðið.
Var og um kennt áhugaleysi og ódugnaði þeirra, en ekki mun það þó að
öllu hafa verið orsökin til þess, að ekki tókst betur, heldur hitt, að
aðstaða þeirra var eigi sú, sem skyldi. Talið er að akurstæðin hafi verið
illa girt, óheppilega valin, vöntun á hentugum áburði og kornafbrigð-
um við hæfi íslenzkra náttúruskilyrða. Þar við bættist enn fremur, að
þeir kunnu eigi að haga störfum eftir staðháttum við framkvæmd k.orn-
yrkjunnar Þá er og talið, að oft hafi þeir eigi gelað þurrkað kornið sem
skyldi, en það gátu fornmenn við sína kornrækt, og það getur hafa
haft töluvert glidi fyrir nýtinguna á korninu og síðan útsæðishæfni
[iess. Hér var eins og svo víða þar, sem þessi þáttur jarðræktar var
týndur, erfitt að endurreisa, og hefur svo reynzt einnig i sumum sveit-
um í Noregi, þegar langur tími var liðinn frá því kornyrkja var þar
síðast viðhöfð.
Allt fram að því er móðuharðindin gengu yfir, voru þó margir, sem
reyndu kornrækt. Einkum voru það embættismenn, er tilraunirnar
létu gera. Má þar einkum nefna: Magnús Ketilsson sýslumann í Búðar-
dal, Björn Jónsson lyfasala í Nesi við Seltjörn, Todal stiftamtmann,
Lynge kaupmann á Akureyri, Sigurð Sigurðsson landsþingsskrifara
á Hlíðarenda og fleiri.
Hjá þessum mönnum tókst byggrækt oft vel, en það megnaði eigi
að fá alþýðu manna til að taka þessa ræktun upp, svo tilraunirnar lögð-
í %