Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Blaðsíða 18
12
Uppskerumi/nd frá Siimsstöðiim. Kornskrýfi næst, svo kornsláttur. I.engra
burlu kornhesjur og stakkur.
tekizt að láta jörðina Jtera annan og nytjameiri gróður en þann, sem
hún getur borið án ræktunar og íhlutunar mannanna.
Það hefur þótt mikilsvert fyrir jarðrækt nágrannalanda vorra, að
einhver kornyrkja væri rekin í samhandi við aðra ræktun, eða í skipt-
um við hana, því að á þann hátt héldist viss menning við lýði. Þar,
sem kornyrkja hefur lagzt niður og horfið úr ræktunarframkvæmd
bóndans, hafa tæki, aðferðir og venjur, sem tengdar voru kornyrkj-
unni týnzt niður og fallið í gleymskú. Á slíkum stöðum hefur jafnan
reynzt erfitt að koma kornyrkjunni á aftur, j>ví þótt kunnáttusamt fólk
geti ræktað korn við fremur slæm veðráttuskilyrði, þá tekst hinum, sem
Iítt eru vanir akuryrkju, það miklu miður, en þeir, sem ekki kunna
eru venjulega fleiri, og ræður það oft úrslitum um skoðanir manna á
því, hvort, réttmætt só að taka kornyrkju til framkvæmd í jarðrækt-
in.ni. Þessu er svona farið þar, sem elcki er-um annað að ræða en gras^-
rækt, og' menn eru ekki vanir annari fóðurframleiðslu, sjá ekki annað
tn hey og að j)að sé sá eini afrakstur, sem jörðin getur borið.
Til j)ess að hefjast upp úr fábreytni einliliða grasræ.ktarbúskapar,
þarf að skilja nauðsyn fjölþættari jarðræktar, bæði frá menningar-
legu og fjárhagslegu sjónarmiði, og reyna með tilraunum og rannsókn-
um að finna hvað hægt sé að gera, til ])ess að auka fjölbreytni jarð-
ræktarinnar, því j)ess fleiri vörutegundir, sem hægt er að fá beint úr
skauti moldarinnar, þess fleiri og margbreyttari þörfum fullnægir land-
búnaðurinn. Markmið þeirra kornyrkjutilrauna, sem ég hef átt þátt
í að koma í verlt síðan 1923, hefur einmitt verið það, að gera íslenzka