Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Side 37
II. Tilraunirnar,
A. Sáðtímatilraunir með bygg; í Reykjavík.
Tilraunir þær, sem gerðar voru í byggrækt í Reykjavik frá 1923—
’26, voru framkvæmdar við fremur góð skilyrði. Forræktun var kar-
töflur, og jarðvegur myldin leirmóajörð. Áburður á ha var að meðal-
tali ]>essi 4 sumur: 230 kg kalí 37%, 383 kg superfosfat og 283 kg
norskur saltpétur. Steinefnaáburðinum var dreift um leið og jarðveg-
urinn var unninn, en saltpétrinum þegar kornið var komið upp í reit-
unum. Reitastærð var 1. og 2. árið aðeins 2 fermetrar, en 2 síðustu árin
5 fermetrar, samreitir 3 talsins fyrir hvern lið. Þrír sáðtímar á byggi
voru reyndir, þ. e. 1., 10. og 20. maí, raðsáð í hvern reit með 20 cin
hili jnilli raða. Var þessa þörf vegna arfa, og var hann hreinsaður milli
raðanna jafnóðum og á honum bar. Árið 1923 þroskaðist aðeins 1. og
2. sáðtími. Uppskeran var ekki vegin, en kornið flokkað eftir stærð, og
gerð rannsókn á grómagni og kornþyngd. Sumrin 1924, ’25 og ’26 þrosk-
uðust allir sáðtímar, en misvel. Þessi 4 ár varð sprettutími sá, sem
náðist að meðaltali fyrir sáðtíðirnar: Fyrir 1. sáðtíð 134 dagar, 2. sáð-
iið 124 dagar og 3. sáðtíð 116 dagar. Fyrst skreið það bygg', sem fyrst
var sáð og venjulega 2.—-12. júlí, og svo nokkru síðar eftir sáðstímanum.
Kornið var öll þessi 4 ár skorið um 14. septemher að meðaltali, og voru
þá síðustn 2 sáðtíðirnar verr þroskaðar en 1. sáðtíð.
Eftir að kornið var skorið og þurrkað, var það þreskt á handþreski-
vél, síðan hreinsað og skipt i 2 flokka fvrir hverja sáðtíð. Reyndist þá
svo fyrir 1. sáðtíð að 90% af korninu komst í fyrsta flokk, en 10%
lentu í annan flokk, og virtist ]>að síðarnefnda sæmilegt fóðurkorn þó
smærra væri. Uppskerutölurnar gilda fyrir háða flokka lil samans, en
rannsóknirnar eru gerðar aðeins á 1. flokks korninu fyrir allar 3 sáð-
tíðir byggsins. Rannsóknirnar á bygginu voru gerðar í Reykjavík. Gró-
magnprófunin var gerð á gerlarannsóknarstofu Gísla heitins Guðmunds-
sonar, en kornþyngdarmælingin og hektolitirvigtin ákveðin á efnarann-
sóknarstofu ríkisins, og framkvæmdar af höf„ allt eftir þeim aðferð-
um, sem annars staðar eru notaðar við slíkar rannsóknir. Fyrstu 2 árin
eru sjjírunar og þyngdarákvarðanir gerðar, en 2 síðustu árin aðeins
ákveðið grómagn fyrir hverja sáðtíð.
í töflu VI sést árangurinn, en þar sem þessum tilraunum með sáð-