Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1946, Page 64
58
Tvö af þeim árum: 1937 og 1940, vöru fremur slæm. Þessi 2 afbrigði
eru mjög lík. Kornstöng'in venjulega fremur stutt og fíng'erð og kornið
lieldur smátt. Þau þola illa rigriingatíð, kornstöngin vill brotna og upp-
skera ódrýgjast af þeim orsökum. Þessi afbrigði eiga betur við þurrari
veðráttu, t. d. á Norðurlandi.
Jámtlandsbijgg nr. 129í. frá Svíþjóð, þroskast á svipuðum tíma og
Jötunbygg, og svipar að ýmsu til þess. Kornstöngin grönn, ber sig' ekki
vel og gefur heldur lítinn hálm, en af korni hefur það gefið öriítið meiri
uppskeru en Dönnesbygg, miðað við sömu ár og skilyrði.
Amerískt bygg nr. •íJ’5 hefur verið í sýnisreitum síðan 1930 og reynt
í afbrigðatilraunum frá 1931—’37, eða í 7 ár. Það gefur mun minni upp-
skeru en Dönnesbygg þó miðað sé við sömu ár, en þroskast heldur fvrr.
Kornstöngin er heldur grönn en gefur þó mikinn hálm. Kornið er gilt og
fremur stutt en hefur minni 1000-kornþyngd en Dönnesbygg. Þolir illa
rigningaveðráttu.
Abed Mjabygg er dönsk maltbvggtegund, tvíraða og hefur aðeins verið
reynt í 4 ár í afbrigðatilraunum. Stráið er fínt en margstofna upp af
hverri rót og hálinurinn því mikill. Kornið er venjulega stórt og gilt.
Vel má rækta þetta afbrigði í meðalsumrum. Það jiolir vel votviðri, því
það ber sig ve). Getur, þegar vel sumrar, gefið mun meiri kornuppskeru
eri 6-raða bygg, og þolir storma miklu betur, en það er ekki eins árvisst
með að ná þroska. Hálmuppskeran verður ávallt mun meiri en af 6-rd.
byggi og' hálmurinn er miklu ætilegri.
Annars er reynslutími þessa afbrigðis hér enn of stuttur. Ef tilraunir
þessar hefðu verið gerðar þannig, að í þær hefði verið sáð jafnsnemina
og í sýnisreiti, myndi árangurinn hafa orðið betri. Kornuppskeran að
jafnaði 3—4 tunnum meiri af ha, en þessar tilraunir sýna. Þær sýna þó,
að með því að sá svona seint — 18.—20. mai — næst furðugóður ár-
angur, og uppskerumagnið er svo mikið í öllu skaplegu tíðarfari, að
ræktunin gefur sæmilegan arð.
Eftir tilraununum má mæla með þessum afbrigðum til ræktunar
á Suðurlandi:
Dönnesbyggi, Maskinbyggi og Örnesbyggi.
Sumarið 1937 voru teknar nokkrar ,,línur“1) út af gamla íslenzka
Dönnesbygginu, og virðast þær bera af öðru 6-rd byggi. Engin af þeiin
byggafbrigðum, sem að framan er lýst, hafa verið búin lil l'yrir íslenzk
ræktunarskilyrði, og þess vegna má vænta nokkurs árangurs af kyn-
bótum byg'gs og' hafrategunda fyrir íslenzk skilyrði, en það er fram-
tíðarverk.
í afbrigðatilraunum þeim, sem nú hefur verið sagt frá, hefur þurft
að meðaltali 1280 C° hitamagn, og sprettutími að meðaltali orðið 123—
125 dagar, þó hefur Majabyggið þurft um 140 daga að meðaltali. Gall-
inn á þessum tilraunum er helzt sá, að eigi hefur verið hægt að hafa öll
1) Þ. e. korn af einstökum plöntum