Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 18

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 18
VELFERÐAR ÞJÓÐFÉLAG Á VILLIGÖTUM Félagsleg aöstoð við fuHfriskt fólk Eftir Dr. Vilhjálm Egilsson au Nonni og Gerða voru lík öllum hinum sem kaupa þak yfir höfuðið HTÍ i' fyrsta sinn. Þau voru þessi Meðaljón og Dæmigerður sem setjast niður og reikna og reikna. Ekki til að finna falinn happdrættisvinning heldur til þess að leita að hagkvæmustu og skynsamlegustu leiðinni. Þeim til mikillar undrunar virtist koma best út að fá sér íbúð með því að hætta að vinna. fbúðarkaup eru yfirleitt stærstu og fjárfrekustu viðskipti sem ung hjón leggja útí. Nonni hafði unnið við margt, verið á sjó, í frystihúsi, í byggingar- vinnu og jafnvel tekið til hendinni í virkjunum. Gerða hafði verið á skrifstofu en reynt að vera sem mest heima eftir að seinni krakkinn kom. Hann hafði sæmilegt upp með mikilli vinnu, en einhvern veginn höfðu þau aldrei gefið sér tíma til þess að pæla í að kaupa íbúð. Það var ekki fyrr en hún fór að vera meira heima að hún gat byrjað að hringja og spyrja, fá upplýsingar og skoða. Leigan var ekki svo rosaleg, en þau vissu að þau myndu koðna niður ef þau kæmust ekki í eigið húsnæði. Hún hringdi út um allt, fór til bankastjóra, tékkaði á lífeyrissjóðunum, talaði við þá hjá Húsnæðismálastofnun og fór á fasteignasölur og skoðaði nokkrar íbúðir. Stóra vandamálið var að þau voru komin með tvo krakka og eiginlega var of lítið að fá sér tveggja herbergja íbúð sem þau hefðu hugsanlega ráðið vel við. Raunhæfasti kosturinn til þess að komast í stærra var að reyna að komast í verkamannabústaði. Þar þurfti aðeins að borga 20% út en afgangurinn var lánaður til 43 ára. En bæði var langur biðlisti fyrir verkamannabústaðina og eins voru tekjurn- ar of háar. Aðeins þeir sem höfðu lægri tekjur en 318 þúsund að meðaltali á árunum 1981—1983, auk 29.000 króna fyrir hvert barn, komu til greina. Það var tekjumarkið fyrir hjón með tvö börn. Þessi tala samsvaraði um 600 þúsund- um á árinu 1985 eða 50 þúsundum á mánuði fyrir hjón með tvö börn. Það var farið eftir skattframtali og tekjur Nonna og Gerðu voru yfir markinu árin sem miðað var við, því þau unnu bæði eitt árið og allt var gefið upp. Þau yrðu líka yfir markinu þegar nýtt ár yrði tekið inn í myndina, því Nonni fékk sér betur borgaða vinnu með meiri yfirvinnu þegar hún fór að vera heima hjá krökkunum. Þau voru bara venjulegt fólk aö reikna út hvernig best væri aö fá sér íbúö. 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.