Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 22

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 22
þess. Ef við hins vegar sýnum ekki fyrirhyggju og kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, þá lendum við í sömu sjálfheldunni og aðrir. Það er mikilvægt að bregða hart við því við erum á kafi í erlendum skuldum, sem munu rýra lífskjör okkar í framtíðinni auk þess sem van- hugsaðar fjárfestingar fyrri ára gera okkur róðurinn enn þyngri. Sú kyn- slóð sem nú er að koma út á vinnu- markaðinn þarf ekki einungis að greiða skuldir foreldra sinna, hún þarf líka að sjá fyrir þeim í ellinni. Kyn- slóðin sem hefur stjórnað landinu síð- ustu tíu árin leit á það sem hún fékk upp í hendurnar sem arf frá foreldrum sínum. Hún eyddi lífeyrissjóðunum og sparifé foreldra sinna og tók svo mörg og há erlend lán að árlegir vextir af þeim samsvara nú 10% af öllum launa- greiðslum í landinu. Þetta er kynslóð kunningjaþjóðfélagsins. Velferðarríki nútímans glíma við siðferðilegan vanda. Á yfirborðinu lítur út fyrir að velferðarríkið sé í raun gott þjóðfélag og að verið sé að hjálpa lítilmagnanum, en þrátt fyrir það kemur fram siðferðileg þversögn hjá einstaklingunum. Hjálpin til lítil- magnanna er í æ ríkari mæli að verða nauðungarhjálp. Fólk er neytt til að greiða skatta, sem langflestir telja allt- of háa, og skatttekjunum er síðan eytt á þann hátt að nánast sérhver einstakl- ingur telur sig geta bent á dæmi þar sem illa er farið með peningana. Einstaklingarnir í velferðarkerf- inu virðast ekki hjálpa hvor öðrum af fúsum' og frjálsum vilja, heldur nota þeir sem ætla að skara eld að sinni köku, ríkisvaldið til að skattleggja aðra í nafni samhjálpar og samstöðu og fleiri fínna hugtaka. í stað þess að hjálpsemin einkenni samskipti fólks í velferðarríkjunum er ásælnin orðin ofaná. Mikið er talað um „rétt“ fólks til svo og svo mikillar aðstoðar frá ríkinu, en það vill gleymast að enginn réttur er án skyldu og réttur til aðstoð- ar er einskis virði nema einhver sé skyldaður til að jreiða þá skatta sem aðstoðin kostar. Aður fyrr byggðist að- stoðin á því að einstaklingarnir töldu sig siðferðilega skylduga til að standa undir henni og rétturinn skapaðist af skyldunni. Nú hefur þetta alveg snúist við. Rétturinn er farinn að skapa skylduna. Hin siðferðilega þversögn velferðarríkisins felst í því að fólk er ekki gott og hjálpsamt vegna þess að það kýs svo sjálft, heldur vegna þess að það er skyldugt eða neytt til þess. Siðferðisbresturinn kemur líka fram hjá einstaklingunum þegar ljóst verður að það borgar sig að koma sér í neyð og njóta aðstoðar. Hætt er við að fólk kjósi atvinnuleysi ef það hefur úr meiru að spila atvinnulaust en með því að stunda vinnu. Þjóðfélag sem metur iðjuleysið meira en vinnu sem skilar verðmætum er líka komið út á hála braut. Þegar fólk á kost á því að eignast íbúð með því að hætta að vinna, þá eru líkur á að einhverjir taki þann kost. Gallinn er bara sá að það kostar eftir sem áður vinnu og fyrirhöfn að byggja íbúðirnar. Þegar fólk nýtur rausnar- legra réttinda í veikindum og lítið er fylgst með því hvort um raunveru- legan sjúkdóm sé að ræða, þá er reynslan yfirleitt sú að veikindi stór- aukast. Þegar hjón græða fjárhagslega á því að skilja vegna rausnarlegrar að- stoðar við einstæða foreldra og hárra skatta á hjón, þá eru miklar líkur á að hjónaskilnuðum fjölgi. Þannig mætti lengi telja. Sérhver einstaklingur stendur frammi fyrir freistingum vel- ferðarríkisins. Þær eru margar og sið- ferðisþrek fólks hefur sannarlega oft ekki reynst nægilega mikið til þess að standast þær. Hætt er við að velferðarþjóðfé- lagið gliðni í sundur ef ekki tekst að ráða bót á vandamálum eins og minnk- andi hagvexti, síaukinni skattheimtu Verkamannabústaöir Um síöustu áramót voru 2.477 íbúðir í verkamannabústööum í Reykjavík og í ár bætast margar íbúðir viö á Artúnsholti. Öðru hvoru koma fram fullyröingar um þaö, aö verkamannabústaðakerfiö sé mis- notaö, og að fólk leigi út íbúðir sem því hafa verið úthiutaöar. Ríkaröur Steinbergsson verk- fræöingur, framkvæmdastjóri stjórnar Verkamannabústaöa í Reykjavík, sagöi þegar hann var spuröur um þetta, aö tvisvar sinnum heföi farið fram könnun á þessum málum hér í Reykjavík. „Þá kom í ljós,“ segir hann, „aö þrjú til fjögur prósent íbúðanna voru í leigu.“ Þetta samsvarar því að um 80—100 íbúðir i verkamannabú- stööum í Reykjavík séu leigöar út. Er það heimilt lögum samkvæmt? Á síöasta sumri tóku gildi ný lög um Húsnæðisstofnun ríkisins og í 48. grein þeirra laga segir: „Ekki er heimilt aö leigja íbúö í verkamannabústað án samþykk- is stjórnar verkamannabústaöa og er leigusamningurinn ella ógildur.“ Síðar í lagagreininni segir: „Ef ekki er fariö eftir settum regl- um er heimilt aö gjaldfella lán ... “ og síðar segir: „ Einnig skal fella niöur veröbætur til húseig- enda við sölu íbúðar, þann tíma sem íbúðin er leigð án heimild- ar.“ í gömlu lögunum var aðeins kveðið á um aö óheimilt væri aö leigja, en af fenginni reynslu þótti löggjafanum ástæöa til að setja sér- stök viðurlög, ef leigt er án heimildar. Annað atriði sem rætt hefur veriö um í sambandi viö íbúðirnar í verka- mannabústööunum, eru tekjur þeirra sem fá þar íbúðir og klíkuskapur viö úthlutun. Ríkaröur segir aö 90 prósent allra lánsumsókna fullnægi þeim kröf- um sem settar séu varðandi tekjur. Við umsóknir nú um áramótin var tekjumarkiö 318 þúsund krónur að viðbættum 29 þúsund krónum fyrir hvert barn innan 16 ára. Hér er átt viö meðaltekjur áranna 1981, 1982 og 1983 og eru tekjur tveggja fyrstu ár- anna endurmetnar til verðlags 1983. „Fólk veit aö viö erum mjög stífir á tekjumarkinu, og þaö er aðeins í hreinum undantekningartilfellum sem við víkjum frá því,“ segir Ríkarður. 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.