Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 30
Kristján Eldjárn. Myndin er tekin í Danmörku, sennilega rétt áöur
en haldiö var til Grænlands. Ljósmyndari ókunnur.
Danska Þjóöminjasafnið
ákvaö áriö 1937 aö efna til
rannsóknarleiðangurs til
Grænlands. Þá var ungur ís-
lendingur, Kristján Eldjárn, viö nám í
fornleifafræði viö Kaupmannahafnar-
háskóla og honum var boöiö aö taka
þátt í leiöangrinum sem aöstoöarmaö-
ur. Kom þar til þjóöerni hans og kunn-
átta í hestajárningum, aö því er Kristján
sagöi sjálfur, en þá voru íslenskir hestar
almennt notaöir á Grænlandi.
Tilgangur þessa leiðangurs var sá aö
athuga bæjarrústir norrænna manna í
svonefndum Austmannadal í Vestri-
byggö á Grænlandi, en um hana var
lítiö vitaö. Leiöangursstjóri var danski
arkitektinn og fornleifafræöingurinn
Aage Roussell og dvöldu menn við
rannsóknir á þessum slóöum í júlí og
ágúst 1937. Þær leiddu í Ijós ýmislegt
markvert um byggöir norrænna manna
á Grænlandi.
Fyrir Kristján Eldjárn var þaö mikiö
ævintýri aö fá aö taka þátt í þessum
leiðangri, sem jafnframt var fyrsti rann-
sóknarleiðangur hans. Auk þess varö
hann einn örfárra íslendinga til aö
kynnast Grænlendingum náiö á árunum
fyrir síöara stríö. í þessari ferö tók
Kristján mikið af myndum sem ekki
hafa áöur sést opinberlega. Meö góö-
fúslegu leyfi ættingja hans, birtir
STORD nú nokkrar þessara Ijósmynda
Kristjáns Eldjárns fyrsta sinni, ásamt
meö þeim upplýsingum sem þeim fylgja
frá höfundarins hendi.
Fyrsti leiðangur Kristjáns Eldjárns til Grænlands
28