Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 59

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 59
um pöbb, þar sem maður gat einbeitt sér að alvarlegri drykkju og samræðum, ótruflaður af öllu og öllum. Þótt ég væri eins og lítilsigldur fjallgöngumaður til fara, hleypti dyravörðurinn mér inn þcgar í stað. „Þú ert greinilega að farast úr þorsta," sagði hann. Tempus fugií. Ég tók mér stöðu við skenkinn í námunda við mann sem var hcldur betur til fara en ég. Ég var handviss um að hann væri annað hvort scndiherra Belgíu cða frægur og farsæll skurð- læknir. Ég er líka viss um að hann taldi mig vcra einhvers konar flæking. Hann brosti og bauð mér upp a tvöfaldan brennivín. Þegar við höfðum rabbað saman drykklanga stund, sagði hann upp úr þurru: „Ég cr morðingi... “ Svona upplýsingar hafa yfirleitt ekki góð áhrif á sam- töl. Hverju á maður að svara? Til hamingju? „Jæja,“ sagði ég, „ég er Ameríkani.. . “ „Alveg dagsatt,“ sagði hann, „ég drap kon- una mína.“ Hann var svo sallarólegur og sæll með sig þegar hann sagði þetta, að manni fannst sjálfsagt mál að drepa konuna sína. Síðan tjáði hann mér að hann væri „í leyfi“ frá fangelsinu. Mér er minnisstætt að hann sagði einmitt „í leyfi“, en svona er líka tekið til orða þegar amerískir prófessorar fá frí frá kennslu. Hann sagði mér að íslensk fangelsi væru mjög svcigjanlegar stofnanir. Hvað svo sem maður hefði gert af sér, framið morð eða limlest ein- hvcrn, þá gæti maður fengið leyfi úr fangelsi, svo fremi maður léti lögregluna vita af sér með fjögurra stunda millibili. „Islendingar cru aldeilis umburðarlyndir,“ sagði ég. „Ég held nú það. Þcir umbera jafnvel fólk cins og mig.“ „Segðu mér,“ spurði ég, „hvernig stóð á því að þú fórst að drepa konuna þína?“ „Bakkus var með í spilinu," svaraði hann, og bauð mér annan tvöfaldan brcnnivín. Ég afþakkaði. Daginn eftir fannst mér að ég yrði að vega upp á móti þessum fundi mcð því að hitta íslending sem ekki væri morðingi. Því hringdi ég í Halldór I.axness. Ég var og er mikill aðdáandi hans, fannst reyndar að hann hefði átt að fá Nóbels- vcrðlaunin öðru sinni árið sem sá leiði blek- bóndi Saul Bcllow fékk þau. Hvað scm öðru líður, mér var boðið að Gljúfrasleini samdæg- urs. Þegar þangað kom, sá ég með eigin augum að Halldór hafði ekki drepið konuna sína. Mér létti, enda einmana fcrðalangur í ókunnu landi. En þó Halldór Laxncss hefði verið morð- ingi, væri hann samt einhver viðkunnanlegasti maður sem ég hcf fyrir hitt. Ekki síst vegna þess hve skemmtilega sérvitur hann er í skoðun- um. Minnstu þess, lesandi góður, að leiðinleg- asla fólk sem maður rekst á cr yfirleitt skoðana- laust. Halldór var fljótur að afgreiða obbann af cvrópskum bókmcnntum: Knut Hamsun, Max Erisch, Tarjei Vesaas, Martin Andersen Ncxö og heila hersingu þýskra skáldjöfra — allir voru þcir sendir beint á ruslahauga ritlistarinnar. Þó hélt Halldór tryggð við gamlan vin, Upton Sin- clair. Og annan gamlan vin, Pablo Neruda. En cru ekki vinir manns í rithöfundastétt alltaf bestu rithöfundarnir? „Vcrst hve fáir í Ameríku hafa lesið bækur þínar,“ sagði ég. „Ég er cngin Agatha Christie,“ svaraði Halldór. Og til að sanna það kvcikti hann sér í digrum kúbönskum vindli, en þeir eru nánast aðalsmerki hans. Skyldi Castro vita af þessum makalausa bandamanni sínum þarna í námunda við Norðurpólinn? Aldrei varð úr að ég skrifaði íslandskaflann í Suðureyjabókina. Þessi undarlega eyja heimt- Halldór Laxness Einhver viökunnan- legasti maöur sem ég hef fyrir hitt. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.