Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 84

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 84
Á UPPLÝSINGAÖLD LjdsþræÖir sem boðberar Eftir Stefán Ingólfsson Ljósið hefur verið notað til að bera boð á milli manna svo lcngi, sem mannkynið hefur lif- að á þessum hnctti. Oftast hafa boðin verið fólgin í einföldu táknmáli en við þekkjum einnig allflókin merkjakerfi, sem fundin voru upp til að flytja boð um langar vegalengdir. Sum þessara kerfa eru cnn í notkun. Þegar raftæknin hélt innreið sína fyrir rúmri öld tók rafmagnið að mestu við hlutverki boðbera þegar flytja varð upplýsingar langar leiðir. Nú eru hins vegar ýmis teikn á lofti, sem benda til þess að Ijósið verði aftur tekið í notkun til að flytja upplýsingar í stórum stíl. Jafnvel um hnöttinn þveran og endilangan. Þessu veldur ný og nýstárlcg tækni, sem byggist á því að leiða Ijósboð um glerþræði. Hana má cf til vill nefna Ijósþráðatækni á okkar tungu. A síðustu árum hafa tölvutæknin og fjarskiptatæknin unnið saman þeg- ar senda þarf tölvutækar upplýsingar um langar vegalengdir. Þá hafa tölvu- notendur oftast þurft að nota hið al- menna samskiptanet símakerfisins. Símanet voru upphaflega hönnuð til annarra nota en að flytja tölvuboð. Af þeim sökum komu vankantar símalín- anna fljótlega í ljós þegar tölvuboð voru send eftir þeim. Tökum lítið dæmi af tölvunot- anda á Egilsstöðum sem hefur tengt tölvu sína við tölvumiðstöð í Reykja- vík í gegnum símanetið. Nú hyggst hann fá senda heila tölvuskrá frá Reykjavík í tölvuna sína í gegnum símann. Honum er send Fasteignaskrá fyrir landið allt. Það tekur hins vegar hcila tvo sólarhringa að senda skrána á þennan hátt. Ástæðan fyrir því hversu hægt sendingin gengur er að flutn- ingsgeta símalínanna er mjög tak- mörkuð þó rafboð fari hratt um þær. Undanfarinn áratug hefur verið þróuð ný tækni, sem sérfræðingar binda miklar vonir við. Þessi tækni byggist á því að upplýsingar eru leidd- ar um örfína glerþræði í formi Ijós- boða. Tæknin nefnist „fiber optics“ á ensku eða ljósþráðatækni. Símafyrir- tæki um allan heim eru farin að nota Ijósþræði (optical fibers) til þess að leysa hina hefðbundnu rafmagnsþræði af hólmi í símalínum. Talið er að eftir tvö ár verði árlega lagðar tvær milljón- ir kílómetra af Ijósþráðum í símakerf- um í Bandaríkjunum einum. Þá telja menn að í upphafi næsta áratugar verði lagðar árlega 7—8 milljónir kíló- metra af Ijósþráðum. Ljósþræðir eru nú einkum notað- ir í fjarskiptum á löngum vegalengd- um þcgar flytja þarf venjuleg símtöl og tölvuupplýsingar. Enn er þó langt í land að þcir leysi gömlu símalínurnar af hólmi. Einungis örlítill hluti fjar- skipta fer fram eftir Ijósþráðum enn sem komið er. Þróun þessarar tækni er hins vegar mjög ör. Sumir sérfræð- ingar ganga svo langt að fullyrða að venjulegur koparvír verði ekki notað- ur í símalínur eftir næstu aldamót. Jafnvel gcti svo farið að kaplar úr glerþráðum geri fjarskiptahnetti úr- elta fyrr en varir. Fyrir þremur áratugum setti ung- ur bandarískur vísindamaður fram þá kenningu að leiða mætti Ijós eftir grönnum glerstöngum. Hugmynd hans byggðist á því að ef lýst er inn í enda þannig stangar, þá fellur Ijósið undir svo litlu horni á veggi hennar innan frá að það nær ekki að skína út úr henni fyrr en við gagnstæðan enda. Þó að glerstöngin sé beygð eða sveigð breytast þessir eiginleikar ekki. Það sem þótti ef til vill skemmti- legast við hugmynd Bandaríkjamanns- ins á sínum tíma var að með þessum stöngum væri unnt að sveigja ljósið fyrir horn. Kenningin þótti óneitan- lega frumleg þegar hún kom fram en var þó ekki talin hafa hagnýtt gildi. Vísindamaðurinn nefnist Charles K. Kao og starfar enn að rannsóknum á Ijósþráðatækni. Hann taldi ennfremur að nota mætti glerstangirnar til að lciða upplýsingar eftir. Það var að sjálfsögðu enn langsóttari hugdetta en hin fyrri. Þessar hugmyndir urðu ekki að veruleika fyrr en árið 1970. Þá voru leyst tvö helstu tæknilegu vandamálin, sem stóðu í vegi fyrir notkun glerröra og sýnt var fram á að hugmynd Kaos var framkvæmanleg. Bandaríska fyrir- tækinu Corning Glass Works tókst að þróa aðferð til að framleiða langa gler- þræði, sem nýttust eins og Kao hafði sagt fyrir. Sama ár heppnaðist Bell rannsóknarstofunum að búa til fyrsta leisertækið úr hálfleiðaraefnum. Þetta tæki var svo fyrirferðarlítið að unnt var að koma því í gegnum auga á venjulegri stoppunál. Leisertækin framleiða Ijósboðin, sem fara um glerþræðina. Til þess að boðin komist til skila er nauðsynlegt að Ijósið, sem flytur þau sé einlitt. í einlitu Ijósi eru allar Ijósbylgjurnar af sömu bylgjulengd. Þetta einlita Ijós cr ekki til aðgengilegt í náttúrunni og verður því að framleiða það með leis- ertækjunum. Skilaboð eru send eftir glerþræð- inum á þann hátt að leisertæki lýsir inn í annan enda hans. Þráðurinn sjálfur leiðir Ijósið cnda á milli. Á hinum endanum er síðan sérstakt tæki, svoncfnd „Ijós- díóða“, sem nemur Ijósið og breytir því í rafboð. Leisertækið myndar boð- in á þann hátt að það blikkar með ákveðinni mjög hárri tíðni. Boðin eru fólgin í táknmáli sem þannig myndast: röð af Ijósglömpum og myrkur á milli þeirra. Því má ef til vill líkja við að Morse-stafróf væri sent um dimm göng með því að blikka með vasaljósi í öðrum enda þeirra. Rafboð sem send eru cftir málm- þræði eins og venjulegum símavír úr kopar, dofna eftir því sem lengra kem- ur eftir þræðinum. Þessu veldur fyrst og fremst viðnám í málmþræðinum. Það breytir orku rafstraumsins smám saman í varma. Boðin dofna því og bjagast. Á löngum strengjum verður því að koma fyrir tækjum með reglu- legu millibili til þess að selflytja boðin áfram. Þessi tæki lesa þau boð, sem 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.