Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 85
i þessum bút eru tólf glerþræðir, sem hver um sig er mjórri en títuprjónn.
Allur annar umbúnaöur er til einangrunar.
berast til þeirra, magna þau og senda
síðan áfram eftir línunni. Sé notaður
venjulegur símavír þarf að magna upp
boðin með tæplega tveggja kílómetra
millibili. Þetta fyrirkomulag skapar
hættu á því að upplýsingar misfarist.
Sérstaklega á það við um viðkvæmar
upplýsingar, eins og tölvuboð. Einnig
geta venjuleg símtöl brenglast eins og
flestir kannast við.
Annað vandamál er að sjálfsögðu
hversu lítið af upplýsingum unnt er að
senda samtímis um málmþræði með
rafboðum. Sökum þess verður að
fjölga vírum ef auka á flutningsgetu
símalínu. Flutningsgeta glerþráðanna
er aftur á móti aðallega háð tíðni leis-
ertækisins, sem sendir Ijósboðin og
næmleika díóðunnar, sem nemur þau.
Flutningsgetan takmarkast ekki af
þráðunum sjálfum.
Senda má 250 sinnum meira af
upplýsingum um glerþráð en kopar-
þráð. Afkastagetan er þó stöðugt að
aukast. Vitað er, að þegar á næsta ári
mun þessi afkastageta enn tvöfaldast.
Sendihraði hraðvirkasta leisertækis,
sem nú er boðið til sölu á almennum
markaði svarar til þess að senda megi
sex þúsund símtöl samtímis í gegnum
einn glerþráð. í tilraunum hefur náðst
enn meiri hraði. Mesti sendihraði sem
mælst hefur, er 25 milljón orð á sek-
úndu. Með þeim hraða mætti senda
Fasteignaskrána, sem nefnd var í upp-
hafi þessarar greinar, frá Reykjavík til
Egilsstaða á skemmri tíma en einni
sekúndu.
Þegar flutningsgeta símakerfis
mcð glerþráðum er orðin of lítil, skipt-
ir símafélagið einungis um lcisertæki
og díóður án þess að þurfa að hrófla
við þeim lögnum, sem fyrir eru. Á
sama hátt og gerist í málmþræði dofna
og bjagast Ijósboð, sem send eru eftir
glerþræði. Á svipaðan hátt og lýst var
fyrir málmþræðina áður þarf því að
magna upp skilaboðin á löngum vega-
lengdum. Sú vegalengd, sem senda
má skilaboð um án þess að gera þurfi
þessar ráðstafanir, er hins vegar mun
lengri, cn þegar koparvír á í hlut. 50
kílómetrar geta verið á milli sendi-
staða og móttökustöðva, án þess að
setja þurfi magnara á línuna. Þessi
vegalengd fer vaxandi með hverju ári.
Vitað er að skilaboð hafa verið send
160 kílómetra í tilraunakerfum.
Bandaríkjamenn og Japanir
keppa um forystu í Ijósþráða-
tækni. Mörgjapönsk fyrirtæki
telja að glerþráðatæknin
marki upphaf nýrrar tækniþróunar,
sem kunni að leysa rafeindatækni af
hólmi. Svo virðist sem stjórnvöld þar í
landi líti Ijósþráðatæknina sömu aug-
um og hvetji á allan hátt til frekari
sóknar á þessu sviði.
Japanir og Bandaríkjamenn hafa
undanfarin ár skipst á um að hafa for-
ystu í rannsóknum á Ijósþráðum og
tækni, sem þeim tengist. Bandaríkja-
menn standa Japönum þó framar sem
stcndur. Bandarísku fyrirtækin AT&T
Technologies Inc. og Corning Glass
Works eru stærstu fyrirtækin í þess-
um nýja iðnaði. Japanska fyrirtækið
Sumitomo Electric Industries er hið
þriðja í röðinni. Talið er að fyrirtæki
frá þessum tveimur þjóðum muni að
mestu sitja ein að markaði fyrir Ijós-
þráðatækni í náinni framtíð.
Eins og áður hefur komið fram
hafa Ijósþræðir einkum verið
notaðir á þeim stöðum, sem
flytja þarf mikið af upplýsing-
um, einkum tölvuupplýsingar. Nú
þegar eru áform uppi um að leggja
mikla Ijóskapla til að endurnýja eldri
koparkapla. Bandaríska símafélagið
AT&T mun á næstu fjórum árum
leggja kapal úr glerþráðum yfir Atl-
antshaf.
Þetta kann ýmsum að virðast ein-
kennileg ráðstöfun í kjölfar allra
þcirra fjarskiptahnatta, sem skotið
hefur verið á loft undanfarin ár. Sér-
fræðingar bandaríska fyrirtækisins eru
þó á þeirri skoðun að Ijósþráðatæknin
verði svo ódýr, að fjarskipti með gervi-
hnöttum muni ekki geta keppt við
hana. Japanska símafélagið NTT hef-
ur jafnvel enn stórtækari áform. Fyrir-
tækið hyggst eyða 2400 milljörðum
króna á næstu fimmtán árum í að
endurnýja algjörlega símanet sitt.
Fyrsti áfangi þessarar áætlunar hófst
fyrir ári síðan. Þá var hafist handa við
lagningu kapals, sem mun tengja hina
norðlægu borg Sapporo við borgirnar
Tokyo, Flirosima og Fukuoka. Hann
verður samtals nálægt 3000 kílómetr-
ar að lengd.
Glerþræðir halda einnig innreið
sína í upplýsinganet einkaaðila. í
Bandaríkjunum hefur einkaleyfi
AT&T til símarekstrar verið afnumið.
í framhaldi af því eru mörg fyrirtæki
að koma sér upp sínum eigin upplýs-
inganetum. Þessi net flytja oft mikið
magn tölvutækra upplýsinga og henta
því vel fyrir Ijósþræði.
Þá sækjast stór fyrirtæki, sem
83