Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 92

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 92
Ertu kannski að fara að ríða spyr hann, bersýnilega undir áhrifum frá klámblaðinu, en í því var einmitt svona kall á svipuðum aldri og Lárus að ríða skrifstofudömu uppá skrif- borði fyrirtækisins. Hvuss konar eiginlega .. . Lárus legsteinasala skortir orð. Á einum stað í huga hans hríslast hug- leiðingar um hnignandi siðferði í skól- um, en á öðrum stað minnist hann þess þegar dætur hans, sem í götunni eru kallaðar Grafreiturinn og Leg- steinninn, komu heim, búnar að læra óendanlegan fjölda af dónalegum orð- um. En Lárus skortir ekki bara orð, hann hittir heldur ekki með bíllyklun- um í skráargatið og missir í írafári handa sinna skjalatöskuna. Skjalatask- an dettur niður í Ijósgráa mölina og það heyrist plúmp þegar hún smellur. Nú er Jóni skemmt. Hann hlær og í hlátursrokunum endurlifir hann síðdegið, þegar hann sá Lárus, með hatt oní augu og uppbrettan frakka- kraga, koma inní fornbókasöluna til Jóa sódó, tipla þar á milli blaðanna og skima laumulega í kringum sig, þar til allt í einu, þegar hann sá Jón, þá tók hann viðbragð og spurði hvort hér væru ekki seld nein frímerki, beið samt ekki eftir svari heldur hraðaði sér út og öll fornbókasalan hló þegar hann rann á rassinn í hálkunni á gangstéttinni fyrir utan. Ha-ha-ha . .. Ertu kannski að fara til Jóa sódó og ætlar að ríða hon- um? Nú er Lárusi legsteinasala nóg boðið. Hann sem er fyrir löngu búinn að gleyma síðdeginu, hann, sem í samræmi við sýnir spákonunnar, ætlar að verða þingmaður og selur í því skyni skrautmuni á bösurum góð- gerðarfélaga um helgar, hann . .. Já honum er nóg boðið. Á þessum kokteil hefur hann ekki smakkað fyrr. Jón sér að hendur hans byrja að skjálfa. Það hringlar í bíllyklunum líkt og ótal litlum jólabjöllum og fölbleikt andlit hans fær á sig karfarjóðan lit, um leið og það blæs upp einsog blaðra á útiskemmtun hjá krökkum. Lárus strunsar að ljósastaurnum og hvæsir. Svona kondu hérna niður dreng- ur. Ég skal sko kenna þér mannasiði. Nei kond’ þú bara upp segir Jón og við skulum sjá hver kennir hverjum hvað. Lárus er ekki vanur því að vera spurður spjörunum úr, né heldur er hann vanur því að honum sé ekki hlýtt. Heima hjá honum og í leg- steinagerðinni hlýða honum allir. Svo situr hér í götunni strákpjakkur uppá Ijósastaur og spyr hann ekki bara spjörunum úr, heldur neitar líka að hlýða honum. Að upplifa þetta tvennt í einni og sömu atburðarásinni er einum of mik- ið fyrir Lárus, því strákpjakkurinn er í rauninni svo hátt yfir hann hafinn uppá Ijósastaurnum, að Lárus fær ekki einu sinni svert skósóla hans. Já Jón er mörgum metrum stærri, með heilan Ijósastaur á milli lappanna. Þess vegna, samkvæmt ýmsum lögmálum um hugarástand manna, þá æsist Lárus enn meir, hristir ljósa- staurinn, stappar niður fótunum og steytir hnefana. Á meðan skemmtir Jón sér eins og kóngur, situr í hásæti Ijósakrónunnar og finnst eins og veru- leikinn hafi boðið sér í bíó. Hann á sér því einskis ills von, þegar Lárus, í hamslausum æsingi, þrífur upp stein og grýtir upp til hans. Steinninn svífur og Jóni rétt tekst að sveigja sig, ella mundi steinn- inn hæfa hann beint í andlitið og það munar minnstu að hann missi jafn- vægið og detti niður af staurnum þeg- ar steinninn strýkur flaksandi hárið. Sjálfur heldur steinninn svo áfram, örlítið hærra uppí loftið, áður en hann, í samræmi við þyngdarlög- málið, fellur á ská niður og lendir með brothljóðum í gegnum kjallararúðu í húsinu, þar sem Jón býr. Inní kjallaranum byrjar korna- barn að hágráta. Um leið er sem eitthvað springi í loftinu. í fjarska sést eldgul kúla falla og svart ský stígur. r\ ■ atan þagnar og þessum degi ■ 'w’ á Lárus legsteinasali aldrei M ■ eftir að gleyma. Nú líða lengstu sekúndur í lífi hans, svo langar að allir biðsalir opinberra bygginga birtast honum eitt augna- blik. Undir Ijósgráum jakkafötunum er sem hjarta hans stoppi, karfarjóðar kinnarnar fölna og það er engu líkara en legsteinasalinn sé sjálfur að breyt- ast í legstein. En þá er kjallarahurð hússins hrundið upp og út um dyrnar, í rósótt- um kjól með hvíta svuntu, kemur Adda kjagandi með augnsvip, sem rot- að gæti heila hjörð af nautum. Það var hann Lalli leg sem kast- aði steininum, kallar Jón niður af ljósastaurnum. Er það satt Lárus, átt þú þennan stein spyr Adda eftir að hún hefur tekið steininn upp úr svuntuvasanum. Lárus kinkar kolli og horfir niðurlútur á skjalatöskuna, líkt og það- an sé einhverrar hjálpar að vænta. Aftur er þögn í götunni, því Adda sem hélt að hún væri að fara út til að taka í rassinn á einhverjum pott- ormum í grjótkasti, hún gapir af undr- un. Já hún er næstum því jafn hissa og þegar hún sér guð á samkomum Hvítasunnumanna, en þar fellur hún í trans á hverjum sunnudegi, fær vitran- ir og talar tungum. Þar hefur guð líka margoft gefið börnunum hennar epli og þangað, til safnaðarins, rennur alltaf drjúgur hluti af laununum hans Júlla, sem auk þess að vera maðurinn hennar Öddu keyrir öskubíl. En þó Adda gapi og þó hún sé hissa, er henni fulljóst, að maðurinn í Ijósgráu jakkafötunum, er ekki guð sem býr í himnum háu, heldur ná- granni hennar hann Lárus leg- steinasali. Adda hvessir því á hann augun 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.