Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 90
Múlaþing byggja dalinn sem gengur af Jökulsdal og gaf mönnum land en vildi þó vera yfir- maður þeirra og tók goðorð yfir þeim. Við þetta var lengt nafn hans og kallaður Freys- goði og var ójafnaðarmaður mikill en menntur vel. Hann þröngdi undir sig Jök- ulsdalsmönnum til þingmanna. Hann var linur og blíður við sína menn en stríður og stirðlyndur við Jökulsdalsmenn og fengu af honum öngvan jafnað.4 Hrafnkell stóð mjög í einvígjum og bætti öngvan mann fé, því að enginn fékk af honum neinar bætur hvað sem hann gerði. Meginhluti þessarar frægu mannlýsing- ar lýtur að auðkennum einráðs og harðráðs höfðingja. Hrafnkell er að vísu vel menntur og linur og blíður við sína eigin menn, en hitt er einsætt að hann þolir hvorki jafningja né yfirmann. Hann vill vera öllum æðri. Mikilvægur þáttur í fari Hrafnkels er ást hans á Frey og Freyfaxa: ‘En þá er Hrafnkell hafði land numið á Aðalbóli þá efldi hann blót mikil. Hrafnkell lét gera hof mikið. Hrafnkell elskaði ei annað goð meir en Frey, og honum gaf hann alla hina bestu gripi sína hálfa við sig [...] Hrafnkell átti þann einn grip í eigu sinni er honum þótti betri en annar; það var hestur bleikálóttur að lit, er hann kallaði Freyfaxa; hann gaf Frey vin sínum þennan hest hálf- an. Á þessum hesti hafði hann svo mikla elsku að hann strengdi þess heit að hann skyldi þeim manni að bana verða er þeim hesti riði án hans vilja.’ Viðbrögð Hrafnkels við illri meðferð á Freyfaxa eru hiklaus; hann lofar hestinum hefnd fýrir bragðið, en fer sér þó að engu óðslega, sefur af um nóttina. Um morgun- inn ríður hann einn síns liðs upp til sels, og vegur Einar með öxi þegar piltur hafði játað hestreiðina. Að hyggju Hrafnkels er hér um réttlætis verk að ræða, enda leikur enginn vafí á um sekt smalamanns. Hegðun Hrafn- kels minnir á heilræði Aristotilesar: ‘Refsa þeim er sekir eru réttlega; refsinguna skaltu eigi láta fram koma heldur en af þér gengur reiðin’ (Alexanders saga,7). Eftir heillar nætur svefn hlýtur Hrafnkatli að hafa verið runnin reiðin fyrir grimma meðferð á Freyfaxa, en honum láðist að sinna öðrum vamaðarorðum hins gríska spekings: ‘Eigi skal þó réttlætið eitt saman, því að þar við skal tempra miskunnina.’ Ást og átrúnaður á Frey reynast skammvinn; eftir dráp Frey- faxa tekur Hrafnkell sinnaskiptum og telur það hégóma að trúa á goð. Heitstrengingin og slóði hennar mögnuðu þó einræðismynd goðans svo að um munaði. Þegar Þorbjöm beiðist sonarbóta, ítrekar Hrafnkell sérstöðu sína. ‘Hann kvaðst fleiri menn hafa drepið en þenna einn: „Er þér það eigi ókunnugt að eg vil öngva menn fé bæta og verða menn þó svo búið að hafa.‘“ En vonum bráðar skiptir Hrafnkell um tón, lætur í ljós iðrun fyrir ofmælgi (= heit- strengingu) og viðurkennir að víg smala- manns hafí verið eitthvert hið versta sem hann hafði framið.5 Og nú býður hann Þor- bimi mikil rausnarboð, sem eiga hvergi sinn líka í öðmm sögum:6 ‘Eg vil birgja bú þitt að málnytu í sumar en slátram í haust. Svo vil eg gera við þig 4Hér eins og víðar eru á ferðinni andstæður sem minna á Alexanders sögu: ‘Það ræð eg þér að þú sért mjúkur og linur lítillátum, auðsóttur og góður bæna þurftugum en harður og óeirinn drambsömum.’ Höfðingsbragur Ingimundar gamla hvarflar einnig að lesanda; hann var ‘óágjam við sér minni menn en harðgengur og framgjam við sína óvini’ (Vatnsdœla, 19). ^Þeir fræðimenn sem verja vígið á smalamanni virðast ekki skeyta um orð Þorkels í sögunni sjálffi: ‘Hrafnkell goði hefur vegið son hans Þorbjamar saklausan. Vinnur hann annað óverkan að öðru og vill öngum manni sóma unna.’ ”Einna sambærilegust em orð Bjama á Hofi sem þykist hafa vegið Þorstein í Sunnudal og mælir svo við föður hans: ‘Eg vil bjóða þér til Hofs og skaltu sitja þar í öðm öndvegi meðan þú lifir, og mun eg vera þér í sonar stað’ (Þorsteins þáttur stangarhöggs). 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.