Fréttablaðið - 20.11.2021, Síða 80

Fréttablaðið - 20.11.2021, Síða 80
Það ætti engan að undra að jólabjórshefðin á sér mun dýpri rætur í heimsmenn- ingunni en J-dagurinn í Danmörku, þegar Tuborg brugghúsið hefur sölu á jólabjórnum með frasanum „Glædelig jul og godt Tub’år“. jme@frettabladid.is Fyrir hver jól keppast brugg- hús víða um heim við að fram- leiða bragðgóða, áhugaverða og stundum stórskrítna jólabjóra. Flest brugghús halda sig við að bragðbæta bjórinn með jóla- legu bragði og kryddi eins og mandarínu, eplum, allrahanda, kardimommum, kanil, stjörnu- anís eða múskati, á meðan önnur ganga mun lengra en góðu hófi gegnir og skella til dæmis súrum hvalseistum í bruggið eða jafnvel grænum baunum og rauðkáli. Jólabjór er ekki einn sérstakur bruggstíll, heldur getur jólabjór verið hvernig bjór sem er. Hann getur verið boch, súrbjór, stout, porter, lager, pale-ale, IPA, eða hvað sem er annað. Flestir eru þó sammála um að jólabjór þurfi að minna á jólin á einhvern hátt eða einskorðast að einhverju leyti við jólatímann. En hvaðan kemur eiginlega þessi jólabjórahefð? Vetrarhátíð Satúrnusar Jólabjórhefðin á rætur sínar að rekja 2.000 ár aftur í tímann, þegar menn brugguðu bjór fyrir Satúrnusarhátíðina í Róm. Hátíðin hófst 17. desember og var haldin til heiðurs Satúrnusi að lokinni vetrarsáningu. Jólabjórhefðin hélt áfram gegnum aldirnar og á miðöldum brugguðu munkar bjór sérstaklega fyrir jólahátíðina. Godt Tub’år Jólabjórhefðin er misveigamikil á milli landa en hún hefur heldur betur skipað sinn sess í dönsku skemmtanalífi. Þar í landi er J-dagurinn haldinn hátíðlegur hvert ár, fyrstu helgina í nóvember. Hefðin hefur haldist allt frá árinu 1981. Þá setur Tuborg-jólabjórinn í sölu með tilheyrandi bláklæddum jólasveinum, fölskum jólalaga- söng og jólabjórsötri. Í dag geta Danir valið á milli hundraða ólíkra jólabjórtegunda frá hinum ýmsu brugghúsum, innlendum sem erlendum. Íslendingar vilja síður vera eftir- bátur Dana og hafa undanfarin ár haldið J-daginn hátíðlegan þegar Jólatúborginn kemur á öldurhús borgarinnar. Í fyrra þurfti hins vegar að aflýsa hátíðinni í fyrsta sinn vegna Covid-19 faraldursins. Jólabjórinn á Íslandi Jólabjórhefðin á Íslandi verður sífellt veigameiri með hverju árinu. Samkvæmt elstu fréttinni á heima- síðu Vínbúðanna sem snýr að jóla- bjór, frá árinu 2003, kemur fram að heilar átta tegundir af jólabjór hafi verið í sölu það árið. Sala á jólabjór hófst í Vínbúðunum fimmtu- daginn 4. nóvember og var þá von á 130 ólíkum jólabjórtegundum í rekka Vínbúðanna. Hefðin hefur því tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma. Íslenskum brugg- húsum fjölgar sífellt og eru þau dugleg að taka þátt í jólabjórhefð- inni og blanda í áhugaverða bjóra með jólalegum innihaldsefnum og aðferðum. n Jólabjórinn ljúfi Því ber að fagna þegar jólabjórinn kemur í krana öldurhúsanna og á hillur vínbúðanna. Jólabjórinn á sér langa og skemmtilega sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Soroptimistar um allan heim standa fyrir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi frá 25. nóvember til 10. desember. Þetta er í þrítugasta skiptið sem Soroptimistar hefja slíkt átak á alþjóðlegum baráttu- degi gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. elin@frettabladid.is Soroptimistar slást í för með um sex þúsund samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sam- einuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu of beldi með slagorðinu #roðagyllumheiminn eða #orangetheworld. Roðagyllti liturinn er litur átaksins og táknar bjartari framtíð án of beldis gegn konum og stúlkum. Átakið stendur til 10. desember en sá dagur er alþjóðlegur mannrétt- indadagur Sameinuðu þjóðanna og jafnframt dagur Soroptimista. Markmið 16 daga átaksins er að beina athyglinni að alvar- leika kynbundins of beldis, fræða almenning og hvetja til að of beldi verði stöðvað. Til þess þarf vitundarvakningu. Ein af hverjum þremur konum hefur verið beitt of beldi á lífsleiðinni og er það eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Nærri 140 konur eru myrtar á hverjum degi af nánum fjöl- skyldumeðlimi. Um 15 milljónir núlifandi unglingsstúlkna, 15-19 ára, hafa verið beittar kynferðis- legu of beldi. Konur eru 72 prósent allra þeirra í heiminum sem hneppt eru í mansal og kynlífs- þrælkun. 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna hafa verið limlestar á kynfærum. Á hverri mínútu eru 23 barnungar stúlkur þvingaðar í hjónaband. Áherslan á stafrænt ofbeldi Sú hefð hefur skapast að ákveðið málefni verður í brennidepli ár hvert. Áhersla íslenskra Soroptim- ista mun að þessu sinni beinast að stafrænu ofbeldi. Stafrænt ofbeldi fer fram gegnum tæki og tækni, svo sem síma, tölvu og samfélags- miðla. Notkun á samfélagsmiðlum hefur aukist mikið undanfarin ár og sífellt f leiri konur og stúlkur eru áreittar, beittar ofbeldi, ofsóttar, niðurlægðar eða þeim ógnað gegnum þá. Með auknu aðgengi að stafræn- um miðlum og útbreiðslu þeirra varð til ný og oft dulin nálgun á of beldi gegn konum og stúlkum þar sem oft er erfitt að rekja of beldið, verja sig gegn því og uppræta það. Það getur verið texti eða mynd með skilaboðum eða tölvupósti. Það er líka stafrænt of beldi ef einhver er að fylgjast með hvað þú gerir í símanum þínum og hvað þú gerir á netinu. Fólk sem verður fyrir stafrænu of beldi upplifir oft ótta, reiði, kvíða, þunglyndi og að hafa ekki stjórn á eigin lífi. Fólki finnst það ekki eiga neitt einkalíf, er líklegt til að einangra sig og upplifa hjálparleysi. Tíunda hver kona hafði orðið fyrir stafrænu of beldi fyrir heimsfaraldur Covid-19 en fjöldinn hefur aukist mikið. Ýmislegt verður gert þessa 16 daga til að beina athygli að staf- rænu of beldi. Íslenskir Soropt im- istar, sem nú eru um 600 talsins í 19 klúbbum um allt land, munu vera sýnilegir meðal annars með því að klæðast roðagylltum lit, skrifa greinar í blöð og selja appelsínugul blóm eða annan varning. Byggingar í heimabyggð klúbba verða lýstar upp í roða- gylltum lit og einnig sendiráð Íslands víða um heim. Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það markmið að stuðla að jákvæðri heimsmynd þar sem samtaka- máttur kvenna nær fram því sem sem völ er á. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, mannrétt- indum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og skilningi. Soroptimistar segja nei við kyn- bundnu of beldi. n Átak gegn kynbundnu ofbeldi Soroptimistar um víða veröld standa þétt saman gegn kynbundnu of- beldi undir slag- orðinu #roða- gyllumheiminn. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Soroptimistar standa saman. Jólabjórhefðin á rætur sínar að rekja 2.000 ár aftur í tímann, þegar menn brugguðu bjór fyrir Satúrnusarhátíðina í Róm. Vorhús Hafnars t ræt i 71 Akureyr i www.vorhus . i s . . . ÞÚ FINNUR GJÖFINA Í VEFVERSLUN VORHÚS VIÐ PÖKKUM INN, SKRIFUM ÞÍNA KVEÐJU Á KORTIÐ OG SENDUM BEINT TIL VIÐTAKANDA. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA Þjáist af liðverkjum og stirðleika? Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur? Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótar- fæði og notuð til bóta á mörgu meini. Vítamín D: • Stuðlar að eðlilegri upptöku kalsíums og fosfórs. • Stuðlar að viðhaldi beina, tanna og vöðva. • Stuðlar að bættri starfsemi ónæmis- kerfisins. • Eining hefur D-vítamín hlutverki að gegna við frumuskiptingu. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3 Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is 6 kynningarblað A L LT 20. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.