Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 7

Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 7
HEILSUVERND í engu hefir menningarþjóðunum yfirsézt meira en þegar þær henti þau óhöpp, að svipta hveitikornið og riskornið hýði sínu og taka upp hina óhóflegu sykur- gerð. Sykurneyzlan hefir að minnsta kosti 100-faldazt á síðustu öld. Þar að auk'i er talsvert af daglegri fæðu orðin gervifæða, sem enginn veit, hvað er, þegar hún er á borð borin. Matreiðslan liefir að talsverðu leyti breytzt á þá lund, að skreyta fæðuna og gera hana að glysvarningi, án tillits til hollustusemi. Hið ytra útlit á að benda til innri kosta, en gerir það ekki. Þar er ekki um gull, heldur „gylltan leir“ að ræða. Það er verið að fela lýtin og ókostina eða veilurnar. En að sama skapi sem menn ganga lengra i þvi að sýnast, vex óheilbrigðin. Menningarþjóðirnar stynja undir sjúkdómafargi. Þær hafa ekki við að byggja sjúkrahús. Þeim sést vfir það, að fjölgun og stækkun sjúkrahúsa bætir ekki heilsuna að sama skapi, nema jafnframt sé tekið fyrir rætur meinsemdanila og sjúkra- húsunum breytt í mannetdisskóla. SkiIjTðin fyrir fulkominni heilbrigði. En i stað þess að snúa inn á rétta braut til þess að fyrirbvggja sjúkdóm- ana, hafa menningarþjóðirnar farið þá hættulegu leið að kúnstfæða húsdýrin, eins og þeir kúnstfæða sjálfa sig. Afleiðingarnar verða svipaðar og hjá þeim mönn- um, sem brjóta lögmál lifsins, að vanheilsa og sjúk- dómar koma i ljós. Og þessir vaneldissjúkdómar húsdýr- anna verða til ennþá aukinnar kvillasemi hjá mann- skepnunni, sem lifir að verulegu leyti á afurðum hús- dýranna. Fæðan er það efni, sem likami manna og dýra er úr gerður. Heilbrigði þeirra er fyrst og fremst komin undir eðlilegri næringu. Það er vísindaleg staðreynd, sem ekki verður hrakin, að heilbrigð fruma innir því aðeins af liendi eðlilegt starf til lengdar, að hún sé rétt nærð. Annað skilyrði fyrir fullkominni heilbrigði er ör og

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.