Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 9

Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 9
HEILSUVERND 7 að sýna á sérstaklega gerðum myndaplötum eða film- um og jafnvel með litsjá. Við vissa hrörnunarkvilla hverfa eða eyðast þessir lífgeislar. Má sem slíka sjúk- dóma nefna krabbamein og suma blóðsjúkdóina. Oss læknum hefir löngum verið borið það á brýn, að læknisfræðin gerði oss að einhliða efnishyggjumönn- um, sem sæju ekkert annað en efnið og viðurkenndu ekki annað en hið áþreifanlega og andvana. Darwin hef- ii verið talinn rannnur efnfshyggjumaður. Hann trúði á öreindina sem hina einu verund og uppistöðu alheims- ins. Bernard Shaw hefir sagt um þennan fræga vís- indamann, að með hugtakinu Náttúra hafi hann átt við „óreglulegan samruna orku, sem var biind, heyi’narlaus, máttlaus, skynlaus og gersneydd allri tilfinningu og viti.“ Merkilegar uppgötvanir. Það er óneitanlegt, að alþýðu- menn liafa oft tekið lærðum mönnum fram um gjör- hygli og ihugun og oft veitt því athygli, sem hinum lærðu sásl yfir. Ef til vill stafar þetta af því, að bóka- lærdómurinn, sem margir miklast af, glepur hina nátt- úrlegu ihygli og eftirtekt. Því er þó ekki hægt að neita, að bóklærðir menn ættu að standa öðrum fremur vel að vígi um visindalegar rannsóknir. Ég býst við, að það bafi verið hin meðfædda eftirtektargáfa fremur en bókalærdómur, sem benti Niels Finsen á notkun sólar- ljóssins til lækninga og þýðingu þess fyrir allt líf á jörð- unni. Svipað þcssu má segja um marga vísindamenn. Hin- um mikla lífeðlisfræðingi, Alexis Carrel, sem nú er ný- lega látinn, tókst að færa likur fyrir því, að lífið gæti enzt miklu lengur en nú á sér stað, eða jafnvel orðið eilíft, ef unnt væri að gæta nægilega vel þeirra tveggja lifsskilvrða, sem ég nefndi hér að framan, sem sé réttr- ar næringar og greiðrar tæmingar iirgangsefna. Með því að uppfvlla þessi skilyrði til hlítar, hefir honum tekizt að halda hjarta úr hænuunga lifandi yfir 30 ár, en það

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.