Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 14

Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 14
12 HEILSUVERND liafi verið uni fleiri, a’ð þar yrði rekið fyrirmyndar- mjólkurbú og framleidd hrein og góð barnamjólk eftir ströngustu kröfum, eins og vissulega hefir vakað fyrir ágætismanninum Thor Jensen. Þar mætti framleiða mjólk handa mörgum börnum, sem verða sjúkdómum og vanþroska að bráð vegna skorts á óspilltri og lifandi barnafæðu. En það er ekki nóg, að meðferð mjólkur- innar sé í engu ábótavant. það verður að gera sömu kröfur til meðferðar kúnna og fóðrunar þeirra. Vanfóðrun verður kúm að bana? Eg sannfrétti nýiega lærdómsríkt dæmi austan úr sveitum, sem sýnir hve viðsjárverðar nýjustu fóðrunaraðferðir geta reynzt. Á smábúi einu austanfjalls eru 1 kýr. Mjólkin úr þeim er seld innansveitar. Einn morgun, þegar komið er i fjósið, liggur ein kýrin steindauð á básnum. Eftir nokkra daga fer önnur kýrin sömu Ieiðina. Eittbvað af innýflum kúnna var sent á rannsóknarstofu, en rann- sóknin leiddi ekkert í ljós um orsakirnar. Ég spurðist fyrir um fóður kúnna á þessum bæ. Ég fékk þær upp- iýsingar, að kýrnar iiefðu verið fóðraðar á síðslegnu bevi, og að á túnið hefði verið borinn tilbúinn áburður undanfarin 4 ár. Auk þess var kúnum gefið kraftfóður, rúgmjöl og síldarmjöl, sennilega meira af síldarmjöli. En í fyrra fengu þær i fóðurbæti rúgmjöl, maís og síld- armjöl til þriðjunga, og bæði árin var fóðurbætisgjöf- in samtals 5 pund á dag. í fvrra veiktist ein kýrin, en benni batnaði aftur, og það var hún, sem drapst fyrst. Auðvitað datt mönnum fyrst í hug, að hér væru ein- hverjir bráðdrepandi sýklar að verki. En hvað sem öll- um sýklum líður, þá leikur lítill vafi á því, að frum- orsökin er vanfóðrun, ekki skortur á liitaeiningum eða fóðureiningum, heldur röskun á jafnvægi þeirra efna, sem kúafóður þarf að innihalda, afleiðingar af mikilli fóðurbætisgjöf og kúnstræktuðu heyi. Enginn skyldi láta sér til liugar koma, að mjólk úr vanfóðruðum kúm sé fullkomin eða lieilnæm mjólk.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.