Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 20
18
HEILSUVERND
Breytingar á mataræði. Það er hægt að lækna hvers-
konar bólgur í beinholum andlitis, hvar sem þær kunna
að vera og á hvaða stigi sem er, með því einu að láta
fram fara rækilega innvortis hreingerningu í líkaman-
um og breyta mataræðinu á þann veg, að endi sé bund-
inn á framleiðslu þessara venjulegu ertandi eiturefna,
sem valda allskyns sjúkdómum.
Mér dettur í hug eldri kona ein, sem hafði árum
saman þjáðst af bólgum í öllum beinholum andlitis,
þar á meðal í nefholunum. Líf hennar hafði verið sann-
kallað þrautavíti, svefnlausar nætur, daunill útferð,
stöðugt nefkvef. Að lokum höfðu tvær ennisholurnar
sprungið. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þær
kvalir, sem sjúklingurinn hefir orðið við að búa vikum
saman, áður en gröfturinn náði að hrjóta sér leið gegn-
um sterkan beinvegginn og inn í augnatóftina, þannig
að gröfturinn vall undan augnabrúnaboganum, og þurfti
að lrreinsa hann burt með uppskurði!
Hún var 5 vikur undir lækniseftirliti. En 6 mánuðum
síðar fréttum við, að þrautirnar hefðu ekki gert vart
við sig á ný og að konan væri með öllu liætt að fá kvef.
Skurðaðgerðir. Með skurðaðgerðum er hægt að opna
beinholurnar og veita greftrinum út úr þeim. Eitt af
mestu afrekum sérfræðinga á þessu sviði er að skafa
og hreinsa að innan beinholur nefsins.
Frá sjónarmiði sérfræðinga er þetta mikið þrekvirki.
En sá er þetta ritar, lítur svo á, að þess aðferð beri vott
um megna vanþekkingu. Hún lætur orsakir bólgunnar
með öllu afskiptalausai', þær halda áfram að verka, og
þá er liöfuðverkurinn og slímhúðarþroti á næstu grös-
um. Þessi aðferð vii'ðir að vettugi hið sanna eðli sjúk-
dómsins en fæst aðeins við afleiðingarnar, sjúkdóms-
einkennin.
Loftslag-. Breytingar á loftslagi geta gert menn minna
kvefsækna og á þann hátt dregið úr Ijólgum í beinhol-
um. En hér er heldur ekki um neina lækningu á sjúk-