Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 22
Dr. Axel Borgbjærg:
Tregar hægðir.
Grein þessi er tekin úr danska timaritinu „Arbeider Sama-
riten“, 1939, og er eftir þekktan danskan lœkni og sérfræðing
í meltingarsjúkdómum. Lýsir hann hér orsökum hægöatregðu
og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir hana og lækna á eðli-
legan hátt, án lyfja. Greinin er eftirtektárverð m. a. fyrir þá
sök, að höf. viðurkennir, að hann hafi.eftir meira en 30 ára
lækningareynslu, skipt um skoðun í þessum efnum.
Tregar hægðir eru orðnar svo algengar nú á dögum,
að margir eru hættir að líta á þær sem sjúklegt ástand.
Hægðameðul þykja svo sjálfsagður hlutur, að menn
láta þess oft ekki getið við lækni sinn, að þeir noti þau,
fyrr en ef þeir eru spurðir sérstaklega um það, og það
jafnvel þótt þeir séu haldnir einhverjum meltingar-
kvilla.
En tregar iiægðir eru sjúkdómur, og hann æði alvar-
legur, því að ef vanrækt er að ráða hót á honum eða
skakkt að því farið, geta af hlotizt miklar þjáningar.
Sjúkdómur þessi læknast ekki ún sérstakra ráðstaf-
ana, og þá því aðeins að ráð sé í tíma tekið.
Orsakir. En til þess að geta læknað sjúkdóm, þarf að
finna orsök hans og nema hana á hrott. Og hver er þá
orsök tregra liægða?
Einstaka sinnum — en injög sjaldan — stafa þær af
skemmd í meltingarveginum, t. d. þrengslum eða sam-
gróningi í þörmunum, sem tefja beinlinis fyrir inni-
haldi þeirra, eða þá magasári, gallsteinum o. fl. orsök-