Heilsuvernd - 01.04.1946, Qupperneq 23
HEILSUVERND
21
um, sem verka óbeint. Tregar hægðir geta líka orsak-
azt óbeint af sjúkdómum annarsstaðar i líkamanum,
svo sem nýrnasteinum, blóðleysi, taugakvillum. Sömu-
leiðis kemur það fyrir við suma heila- eða mænusjúk-
dóma, að þarmtaugarnar bila og hægðatregða hlýzt af.
En langsamlega oftast er engum sjúkdómi til að
dreifa sem orsök hægðatregðunnar. Hún verður ávani,
eða réttara sagt óvani, m. a. af því, að menn vanrækja
að gefa hægðunum gaum. Stundum er byrjunin þannig,
að menn bæla niður hægðaþörfina af einhverjuin á-
stæðum, af kæruleysi, leti, annríki, vegna staðhátta. Fer
þá oft svo, að þörfin gerir ekki vart við sig aftur. Og
þegar sá hinn sami verður þess. var, að hann hefir ekki
haft hægðir í nokkra daga, grípur hann til einhvers
hægðameðals, sem hefir tilætluð áhrif, og síðan hugsar
hann ekki meira um það mál að sinni.
En hægðameðalið verkar oft þannig, að þarmarnir
gera verkfall og neita að starfa sjálfkrafa. Þá er með-
alið bara tekið aftur, og innan skamms er það orðið
ómissandi. En þeir sem nota hægðameðul, komast brátt
að raun um, að sama meðalið verkar ekki nema nokk-
urn tíma. Áhrifin fara þverrandi, og að lokum verður
að fá annað sterkara. Menn fara að finna til kveisu-
verkja, og áður en varir er komin bólga í þarmaná. Þá
fyrst leita þeir Iæknis. En því er nú verr, að læknarn-
ir margir hverjir líta á þetta sem meinlausan kvilla og
gefa sjúklingnum bara nýtt hægðalyf (það er máske
það, sem hann biður um), sem verkar um hríð en hætt-
ir svo líka að gera nokkurt gagn .........
Hve oft eiga menn að hafa hægðir? Enski skurðlækn-
irinn Sir Arbuthnot Lane, sem varð heimsfrægur fyrir
ristilskurði sína, komst smámsaman að þeirri niður-
stöðu, að allir slíkir uppskurðir yrðu óþarfir, ef menn
höguðu mataræði sínu þannig, að þeir hefðu einatt góð-
ar hægðir, en allir sjúkdómar í ristlinum ættu rót sina
að rekja til hægðatregðu. Hann lagði niður starf sitt sem