Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 25

Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 25
HEILSUVERND 23 manna, sem hafa liægðir aðeins einu sinni á dag, sýna, að leifar af hverri máltíð tæmast ekki út úr ristlinum, fyrr en eftir 50 klukkustundir eða meira frá máltíð- inni.“ Dr. Kellogg segir, að menn eigi að hafa hægðir þrisvar á dag eða eftir hverja máltíð, en liægðir fjórum sinnum telur hann ennþá æskilegra, og því marki sé auðvelt að ná með hæfilegu mataræði. Þetta eru meira en orðin tóm, því að liann hefir sýnt þáð og sannað, ekki á fáeinum mönnum, heldur þúsundum sjúklinga, sem hafa tjáð sig fúsa til að reyna þetta með viðeig- andi mataræði og öðrum einföldum og náttúrlegum lifnaðarháttum. Kellogg segir ennfremur frá þvi, að hann hafi gert fyrirspurnir til fjölda lækna, sem dvalið liafa meðal frumstæðra þjóða, og komizt þannig að raun um, að þjóðir, sem lifa náttúrlegu lífi eða viltar, liafi hægðir þrisvar til fjórum sinnum á dag. Læknir nokkur, sem bjó méðal hálfvilltrar þjóðar í Suður-Afríku, segir svo frá, að dag nokkurn hafi hann verið sóttur til manns, sem þjáðist af hægðatregðu. í.æknirinn spurði: „Hvenaer hafðir þú iiægðir síðast?“ „í morgun, herra læknir," var svarið. „En mér skild- ist,“ sagði læknirinn, „að þú hefðir tregar hægðir.“ „Já, það hefi ég reyndar, læknir, hræðilega tregar, ég hefi ekki hægðir nema einu sinni á dag.“ Dr. Sheppard, sem hefir stundað læknisstörf i Tyrk- landi um 30 ára skeið, segir svo frá, að tyrkneskt hænda- fólk hafi almennt haft liægðir þrisvar á dag, og ef út af því hrá, leitaði það læknis. Æðri apategundir hafa hægðir þrisvar til fjórum sinnum á dag (eins og m. a. má sjá í dýragörðum). Þess er þegar getið, að Lane telur þetta eðlilegt og heil- brigt, og sama gerir Are Waerland í liinum mörgu hók- um sínum og ritum. Hann kynntist skoðunum Hippó- kratesar og Lanes um þessi efni og hefir síðan hreytt mataræði sínu á þann veg, að liann hefir einnig náð

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.