Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 27

Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 27
HEILSUVERND 25 siðustu ára liefir kennt mér, að þau liafa ekki við rök að styðjast. En hvernig mátti það verða, að ég fengi svona rangar hugmyndir um þessi efni? Hafði ég ekki vfir 30 ára reynslu að haki sem magalæknir? Atti ég ekki á þeim tíma að geta komizt að réttri niðurstöðu um það, hvað var eðlilegt og lxvað óeðlilegt? Nei, það var einmitt það sem ég gat ekki, og það af þeirri ein- földu ástæðu, að ég hitti svo að segja aldrei nokkra manneskju með eðlilegar hægðir. Sjálfur hafði ég treg- ar hægðir, enda þótt ég hefði alltaf talið mig öðrum til fyrirmyndar í þeim efnum. Ég hóf starf mitt sem sérfræðingur i meltingarsjúk- dómum árið 1900 og leit þá svo á, að neðsti hluti rist- ilsins ætti að vera tómur að jafnaði og sérstaklega enda- þarmurinn; þar ætti að réttu lagi ekki að vera neinn saur. Þegar saurinn var kominn neðst i ristilinn, í liið svonefnda rómverska S, átti hann að koma af stað taugaboðum um hægðaþörfina, og tæmast síðan til fullnustu út um endaþarminn. Skýring: 1. Maginn. 2. Smáþarmarnir. 3. Hægri ristilálma. h. ÞverristiU. 5. Vinstri rislilálma, útþanin af gömlum og hörðum saur. 6. Endaþarmurinn. 7. Botnlangatotan. Ég skoðaði með fingrinum inn í endaþarminn á sjúklingum mínum, til þess að komast að raun um, hvort þar væri nokkuð að — en því miður vanrækja læknar þetta of oft —, og jafnframt skrifaði ég í dag- bókina, hvort nokkur saur var í endaþarminum, og ef svo var, hvort sjúklingurinn hafði nýlega liaft hægðir eða hvort lionum væri ekki mál að hægja sér.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.