Heilsuvernd - 01.04.1946, Qupperneq 28
26
HEILSUVERND
Oftastnær var um enga þörf að ræða; sjúklingurinn
vissi ekki að fullt var af saur rétt innan við hringvöðv-
ann, sem lokar endaþarminum, og gat saurinn því feng-
ið að liggja þar til næsta dags eða lengur. Ef ég sendi
sjúklinginn á salernið, gat hann oft tæmt endaþarminn
— en þó ekki líkt því alltaf —.
Þetta var svo algengt, að finna endaþarminn fullan
af saur hjá fólki, sem virtist hafa góðar hægðir —
venjulega einu sinni á dag — og leið vel, að ég fór að
halda, að skoðun mín um að endaþarmurinn ætti að
vera tómur, væri röng, en þó gat ég ekki bægt þeirri
hugmynd burt með öllu.
Þótt eittlivert ástand sé venjulegt lijá fólki, er ekki
þar með sagt, að það sé eðlilegt. Þeir menn eru fáir,
sem hafa allar tennur óskemmdar, allflestir hafa meira
og minna af holufylltum tönnum eða fölskum tönnum,
en þar fyrir er þetta enganveginn eðlilegt. Líkt má segja
um hægðirnar.
Þótt tæming þarmanna sé ófullkomin hjá öllum þorra
manna, verður það ástand aldrei eðlilegt. Reynsla mín
siðíistu árin hefir fært mér heim sanninn um það, að
Hippókrates, Lane, Kellogg, Waerland o. fl. liafa rétt
fyrir sér um það, hve oft á dag fullkomlega heilbrigðir
og „normal“ menn eigi að hafa hægðir.
Haustið 1937 heimsótti ég Waerland í Alassío í Italíu,
dvaldi hjá lionum i rúmlega hálfan mánuð og lifði á
sama viðurværi og hann, „waerlandsviðurværi“, en það er
krúska, súrmjólk, grænmeti, ávextir og heilmjölsbrauð
með smjöri, osti og mjólk. Hafði ég þennan tíma hægðir
jafnoft og Waerland, þrisvar til fjórum sinnum á dag.
Hægðirnar komu viðstöðulaust og fyrirhafnarlaust, og
mér leið ljómandi vel þessa daga.
Kona nokkur, sem hafði lengi haft tregar hægðir, tók
upp sama mataræði, og með sama árangri, og sam-
timis tók heilsa hennar í hvívetna miklum breytingum
til hins betra. (B, L. J. þýddi).