Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 32

Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 32
30 HEILSUVERND arlyktina. Það var látlaus ósjói' allan tímann. Fæðingin var mjög ströng og tók hálfan sólarhring, og ofan á það hættist, að barnið kafnaði í fæðingunni og þar með okk- ar fyrsti vonarneisti. En þá sagði ég við konu mina: „Það gengur betur næst, sannaðu bara til, þegar hinir nýju lifnaðarhættir þínir liafa fengið betri tíma til að umskapa líkama þinn.“ Og það varð orð að sönnu! Innan skannns var hún aftur orðin þunguð, og nú mátti heita, að hún vrði ekki neinna óþæginda vör. Það bar ekkert á ógleði eða uppköstum, sjóinn hafði lægt! 1 þetta sinn tók fæðingin aðeins hálfan þriðja tíma! En barnið var 18 merkur, sem ég þóttist vita að væri of mikið, svo að ég sagði enn við konu mína: „I næsta skipti skaltu sjá, að fæðingin verður ennþá auðveldari, og harnið verður a. m. k. 1 merkum léttara.“ Og svo varð kona min þunguð í þriðja sinn og fann þá alls ekki til ógleði né hinna minnstu óþæginda eða vanlíðanar. Hún varð aldrei lasin altan meðgöngutímann, heilsan og líðanin framúrskarandi góð, og fæðingin stóð ekki yfir nema hálfa klukkustund. Og barnið var að- eins 14 merkur! Konan mín hafði lifað nær einvörðungu á ósoðnu grænmeti og ávöxtum um meðgöngutímann. Hún borðaði rótarávexti, krúska, brauð úr heilmjöli, smjör og mjólk, en kaffi kom aldrei inn fyrir hennar varir og heldur ekki nokkur ögn af matarsalti. Hún var eins og unglamb o^ ljómaði af hrevsti og heilbrigði. Allir furðuðu sig á útliti liennar og dáðust að hinu fagra og fíngerða harni liennar, sem var reglulegt fyrirmyndar- líarn! Hún mjólkaði barninu meira en nóg. Og það var nú mjólk í lagi! Þykk og gul eins og bezti rjómi. Nú þarf ég ekki lengur að kviða því, að gamli ætt- leggurinn minn deyi út! (B. L. J. þýdcli úr Folkrötan, 1944, eftir Are Waerland).

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.