Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 39
Jóel Örn:
Eksemsaga.
Ég vann í kjötverzlun frá 15 til 18 ára aldurs. Ég var
sífellt að „smakka á“ bjúgum, kæfu og allskonar kjöt-
meti, hráu og hálfsoðnu, til þess að sjá um, að það væri
mátulega saltað og kryddað. Ég lifði mest á kjöti, fiski
og eggjum, sem var aðalmahxrinn í liverri máltíð. Ég
borðaði mikið af hráu kjöti og þóltist lifa á fyrirmynd-
ar fæði eftir kenningum prófessors Ingvars, og að öðru
leyti eins og algengast er meðal sænskra alþýðumanna.
Auðvitað drakk ég kaffi frá morgni til kvölds og borð-
aði hvítan sykur og hvítt hrauð.
Fyrstu tvö árin varð ég ekki var við nein óþægindi
af þessu mataræði. En svo gerði ég einn góðan veður-
dag ískyggilega uppgötvun. Ég tók eftir rauðum bólum
á baki og brjósti, og smámsaman fylltust þær með blóði
og greftri. Útbrotin ágerðust, graftrarbólunum fjölgaði,
og líkami minn varð svo herfilegur ásýndum, að ég
fyrirvarð mig fyrir að afklæða mig, ef nokkur sá til.
Þessi útbrot, sem ég varð altekinn af án nokkurra sýni-
legra orsaka, fylltu æsku mína beizkju og ráku mig
á píslargöngu milli læknanna. Allar þessar læknisvitj-
anir urðu i senn kostnaðarsamar og gagnslausar. Og
þegar ég nú hugsa um alla þá lækna og „sérfræðinga“,
sem ég leitaði til, og þau mörgu og mismunandi ráð,
smvrsl og pillur, sem mér var úthlutað, þá finnst mér
þessi leit mín að lækningu líkari ferðalagi uin vitfiiT-
ingahæli en meðal hálærðra fulltrúa læknavísindanna.
Ég leitaði fyrst til héraðslæknisins í Markaryd. Hann
fræddi mig á því, að útbrot þessi hétu „Acna vulgaris“