Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 46

Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 46
44 HEILSUVERND „hreingerninguna". Þegar henni var lokið, skalf ég eins og lauf í vindi. blóðið rann úr rauðu holdinu, sem lá nú alveg bert. Það var sannarlega búið að „flá“ mig! Nú var ég smurður með græðandi smyrslum — zink- smyrslum. Þau voru borin á mig tvisvar á dag næstu dagana, og við það kom sumstaðar á líkamann þunn, gagnsæ himna, sem var visir að nýrri húð. Dr. Jönsson kom og leit á mig. En hann var bersýni- lega ekki ánægður með árangui-inn, því að bann skip- aði svo fvrir, að éq skyldi á nýjan leik smurðnr með‘ skalpasta Svo kvalafull sem fyrsta „umferðin“ var, þá var sú næsta sjö sinnum verri. Ég lá dag og nótt viðþolslaus af kvölum, sem reynt var árangurslaust að sefa með svefnmeðulum og morfínsprautum. Nú átu smyrslin burt hluta af blóðrauðu holdinu. Meðan á „hreingern- ingunni" stóð, lá mér við yfirliði. Allur efri hluti líkam- ans var nú eitt opið, skinnlaust sár. En í holdinu voru enn ör eftir útbrotin, sem höfðu etið sig svona langt inn. Ég var nú græddur með zinksmyrslum, og síðan kom þriðja umferðin með „skalpasta“. Ég spurði dr. Jönsson, hve lengi hann ætlaði að halda þannig áfram með mig. Hann svaraði með því að spyrja, hvort ég iðraðist eftir að hafa býrjað á þessu. Ég kvað svo ekki vera. Því að allar þessar líkamlegu píslir jöfnuðust livergi nærri á við þær andlegu þjáningar, sem ég hafði orðið að þola undan- farin ár vegna útbrotanna. Ég var viljalaust verkfæri í höndum læknanna, fús til að leggja á mig hvað sem vera skyldi, til þess að ná fullri heilsu. Og ég trúði því nú statt og stöðugt, að þessi róttæka meðferð mundi losa mig fyrir full.t og allt við útbrotin, sem svo mjög höfðu eitrað líf mitt. Eftir eins og hálfs mánaðar dvöl á sjúkrahúsinu var ég loks „útskrifaður“ sem heilhrigðúr maður. Ég var kominn með nýja lnið, sem var slétt og mjúk og lýta-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.