Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 51

Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 51
HEILSUVERND 49 ur fyrirlestur í Stokkhólmi, og það gerir liann oft á ári, seljast allir aðgöngumiðar löngu fyrirfram, og talar liann þó í stærsta samkomusal horgarinnar, sem tekur um 2000 áheyrendur. Með fyrirlestrum sínum og skrif- um hefir hann vakið mjög sterka öldu í Svíþjóð, og hafa margir læknar snúizt á sveif með honum. Á næsta ári er hann boðinn í fyrirlestraferð til Ameriku, Ástralíu og víðar. Sum stærstu dagblöð Svíþjóðar liafa farið lofs- og viðurkenningarorðuin uin Waerland og starfsemi Iians. Hér fara á eftir uminæli úr útbreiddasta dagblaðinu á vesturströnd Svíþjóðar, Göteborgs-Posten, í tilefni af fvrirlestri, sem Waerland hélj í Gautaborg 20. nóv. s.l.: „Gainli kunningi okkar, Are Waerland, er nú koniinn aftur til borgarinnar, og hefir talað fyrir troðfullu Inisi í hljómleika- salnuni. Hann var Ijóinandi vel fyrirkallaður, eins og fyrri <lag- inn, og þrumaði fyrir liínum hrifna áheyrendaskara um hráan lauk og kaffi o. fl. í heila tvo tíma, án Jiess að verða leiðinlegur eð'a þreytandi í eina einustu minútu. Og hann sagði frá mörgu, sem vakti geysilega hrifningu. Hann kvaðst hafa verið á fyririestraferð í þrjá mánuði sam- fleytt og talað svo að segja á hverju kvöldi í tvær klukkustund- ir, en það er fádæma jirekvirki af nærri sjötugum manni. Lýs- ing Waerlands á innreið menningarinnar i Norður-Svíþjóð var sannkallað meistaraverk. Hann er tvimælalaust mikill ræðu- skörungur, fyrir utan alla aðra kosti“. Græskulaust gaman. .Bóndakonan (við lyfsalann): „Skrifið þér nú greinilega á glösin, svo að við sjáum vel, hvort þeirra er handa manninum mínum og hvort handa liestinum. Ég vil ekki ciga á hættu, að eitthvað komi fyrir klárinn, svona rétt áður en vorannirnar liyrja". Lækirinnn: „Ég verð að láta vður vita, að ég fékk ávísun- ina aftur“. Sjúklingurinn: „Það hittist svei mér skritilega á, Ueknir. Ég fékk nefnilega gigtina líka aftur“.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.