Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 52
Stofnun og starfsemi NLFl.
Sumarið 1937 stofnaði Jónas Kristjánsson læknir Náttúrulækn-
ingafélag á Sauðárkróki. Fyrsti livatamaður þess var Björn Krist-
jánsson, stórkaupmaður, sem haft liefir mikil kynni af náttúru-
lækningastefnunni í Þýzkalandi og Sviss. Sumarið eftir ferðað-
ist Jónas Kristjánsson um Þýzkaland og Sviss og kynntist stefn-
unni og lækningaaðferðum ítarlegar en liann hafði áður átt kost
á. Haustið 1938 flutti hann svo alfarinn frá Sauðárkróki og
settist að í Reykjavík. Þar stofnaði hann Náttúrulækningafélag
íslands veturinn eftir. Félagið á Sauðárkróki var þannig vísir-
inn að NLFÍ. Við brottför J. K. lagðist það niður sem sjálf-
stætt félag, en flestir eða allir félagar þess gengu í NLFÍ.
Stofnfundur félagsins var haldinn 24. jan 1939. Stofnendur
voru 30. Fyrsta stjórn var: Jónas Kristjánsson, læknir, forseti,
og meðstjórnendur: Axel Meinholt, kaupmaður, Hjörtur Hans-
son, stórkaupmaður, Sigurður Á. Björnsson, framfærslufulltrúi
og Sigurjón Pétursson, verksmiðjustjóri. Síðan hefir félagatat-
an verið sem hér segir í lok hvers árs:
1940 1941 1942 1943 1944 1945
103 145 184 461 1388 1597
Ævifélagar eru 82. Tvö síðustu árin eru félagar i deildinni á
Akureyri taldir með, en þeir eru um 100. Sú deild var stofnuð
27. ágúst 1944.
Stjórn félagsins skipa nú: Forseti Jónas Kristjánsson, lækn-
ir. Varaforseti Björn L. Jónsson, veðurfræðingur. Ritari Axel
Helgason, lögregluþjónn. Gjaldkeri Hjörtur Hansson, stórkaup-
maður. Vararitari Sigurjón Pétursson, verksmiðjustjóri.
Starfsemi félagsins er orðin allfjölþætt, og skal nú getið þess
Iielzta.
Félagsfundir eru haldnir mánaðarlega að vetrinum. Þar eru
m. a. flutt fræðandi erindi um heilhrigðismál og skyld málefni,
sagðar eða lesnar frásagnir af reynslu manna, gefnar leiðbein-
ingar um mataræði og matvæli, auk frjálsra umræðna. Siðustu