Heilsuvernd - 01.04.1946, Side 53
HEILSUVERND
51
3 árin hafa verið lialdnir skenuntifundir einu sinni á vetri. Þá
hefir þrjú undanfarin suniur verið efnt til grasaferða.
Útgáfustarfsemi félagsins hófst árið 1941. Þá kom út „Sann-
leikurinn um hvítasykurinn“. Ætlunin var að gefa út a. in. k.
eina bók á ári, en ýms atvik urðu þess valdandi, að 4. ritið,
„Nýjar ieiðir II“, kom ekki út fyrr en í vetur. Og nú er tímarit
félagsins loks að hefja göngu sina. Eigi að síður mun verða hald-
ið áfram að gefa út bækur eða smárit. í þvi sambandi skal
þess getið, að Are Waerland liefir boðið félaginu ókeypis réít
til þýðingar og útgáfu á ölliim bókum lians og ritum.
Matstofa félagsins tók til starfa 23. júni 1944, og hefir rekst-
ur hennar gengið mjög að óskum. Aðsókn er mjög mikil, svo að
vísa vcrður fjölda manns frá. Itáðskona matstofunnar, frk. Anna
Guðmundsdóttir, mun kynna sér matreiðslu og meðferð græn-
metis og annarra fæðutegunda í Syiþjóð og Danmörku í suniar.
Fyllri upplýsingar um matstofuna er að finna í „Nýjum leið-
um II“.
Framleiðsla grænmetis. í ársbyrjun 1945 voru fest kaup á gróð-
urhúsum í Laugarási i Biskupstungum. Vegna þess að félagið
hafði ekki bolmagn til kaupanna al' eigin ramleik, var stofnað
ldutafélagið „Gróska“, með matstofunni og félaginu sem stærsta
hluthafa. Hluthafar sitja fyrir um kaup á tómötum og iiðru græn-
meti jiaðan með kostnaðarverði. Liigð verður áherzla á að fram-
leiða handa matstofunni ýmsar tegundir grænmetis, sem ekki
eru fáanlegar annarsstaðar, og reynt að liafa nýtt grænmeti all-
an veturinn.
Heilsuhæli. Eitt af veigamestu markmiðum félagsins er að
koma á fót heilsuhæli. í því skyni hefir verið stofnaður sjóð-
ur, og verður skipulagsskrá hans birt síðar liér í ritinu, en
liana er að finna í B-deild Stjórnartíðinda, árið 1944, bls. 111.
í sjóðnum eru nú 56 þúsund krónur. Til Jiess að afla sjóðnum
tekna, liafa verið gefin út minningarspjöld. Formaður sjóðs-
stjórnar er frú Matthildur Björnsdóttir, kaupkona.
Afmælissjóður Jónasar læknis Kristjánssonar. Á 75 ára afmæli
Jónasar Kristjánssonar gekkst stjórn félagsins fyrir samsæti,
sem lionum var lialdið i Tjarnarcafé 20. sept. 1945. Þar var hann
kjörinn fyrsti heiðursfélitgi NLFÍ. Ennfremur voru honum af-
hentar frá félagsmönnum 15 þús. krónur að gjöf, sem hann á-
kvað að leggja i sjóð til styrktar læknum eða læknaefnum til að
kynna sér náttúrulækningar erlendis, og er sjóðurinn eign fé-
lagsins.
Bókasafn. Með gjafabréfi ds. 23. okt. 1944 hefir Jónas Krist-