Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 58
56
HEILSUVERND
nafni. Hann leggur mesta áherzlu á að gefa börnum lítið annaö en
mjólk fyrsta árið, helzt brjóstamjólk. Þetta er að margra dómi
bezta greinin i bókinni, og hana ætti hver einasta móðir að
lesa. 2. Um ristilbólffu og 3. Um ffi/llinæð, báðar eftir hinn heims-
fræga ameríska lækni Kellogg. Hann lýsir þvi, hvernig hægt er
með næstum því fulkonlinni vissu að lækna þessa sjúkdóma
með réttu mataræði, stólpípum o. fl.
Bók þessi verður ekki prentuð aftur, þótt hún seljist upp,
svo að menn ættu að tryggja sér hana með því að kaupa liana
í tima. Þá er viðbúið, að margir vilji eignast „Matur og megin“,
þegar höf. hennar kennir hingað, og helzt ættu menn að lesa
hana áður, J>ví að þá hafa þeir miklu betri not fyrirlestra hans.
tJr bréfi frá Ásmundi P. Jóhannssyni
til Jónasar Kristjánssonar, ds. 13. júlí 1943.
„Þá yil ég sérílagi þakka þér mjög vel fyrir sendinguna á
„Nýjum leiðum“. Ekki held ég að það sé neitt ofmælt, að sjald-
an hefir mér þótt nein bókascnding dýrmætari en þessi, enda
])ótt þú hafir áður gefið mér suma af þessum fyrirlestrum þín-
um, er þeir hafa komið á prent og mér væri allkunnugt um
skoðanir þinar og stefnu í heilbrigðismálum. Og vissulega á
Náttúrulækningafélagið miklar þakkir skilið fyrir útgáfu bók-
arinnar.
Lét ég nú strax setja „Nýjar leiðir“ í gyllt leðurband, og hefir
bókin verið i stöðugum útlánum síðan til vina minna. Og er það
heldur ekki ofsagt, að hún þykir vera með afbrigðum góð, þarf-
leg og á undan sinni samtíð, og getur varla hjá því farið, að
þú.fáir fyrr eða siðar viðurkenningu fyrir það að liafa verið
allra íslenzkra lækna fyrsti verulegi brautryðjandi nýrra leiða
og breyttra hátta um heilsufar og lifnaðarhætti þjóðarinnar. En
beztu launin eru ávallt i þvi fólgin, að hafa unnið þörfustu
verkin.
Ég átti tal við dr. Brandson um „Nýjar leiðir“ og spurði
hann, hvort hann hefði séð þá bók. Kvað hann já við þvi, og
sagði mér, að þú hefðir sent sér hana. Ég spurði hann þá hvað
hann héldi um hana. Hann svarar: „Hún er prýðileg, hún er
hreinasta afbragð“.