Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 59

Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 59
Uppskriftir Eitt af hlutvcrkuni HEILSUVERNDAR á að vera að leiðbeina l'ólki um meðferð og matreiðslu grænmctis og annarra matvæla. Mun ritið flytja uppskriftir af heilnæmum réttum og reyna á þann hátt að kenna fólki átið á ýmsum matvörum, sem lítt eru not- aðar hér á landi. Réttir þessir verða að jafnaði einfaldir og litið í þá borið, enda er til þess ætlast, að þeir séu notaðir hversdagslega. Fíflablaðasalat. Fiflablöð eru notuð til matar í flestum menningarlöndum. Þau eru talin mjög hoil, innihalda m. a. mikið af járni og C-fjörefnum. Blöðin eru bezt snemma sumars eða af nýsprottnum fíflum. Bliiðin eru þvegin vandlega og vatnið látið siga vel af þeim. Siðan eru þau brytjuð með hníf og blandað saman við þau vel þvegnum rúsínum, heilum eða gróft söxuðum. Úf á þetta má hafa salatlög, húinn Ii 1 úr mataroliu og sitrónusafa. Einfaldara og fullt eins gott er að nota súrmjólk. lin í stað súrmjólkur miá nota súran rjóma eða þunnt úthrært skyr. Eitt bezta ráðið til að kenna fólki átið er að liræra grænmetið út i skyr. Fíflablöðin eru nokkuð beizk. Er því ráðlegt að nota þau ekki einvörðungu, Iieldur annað grænmeti með. Snemma sum- ars og að vorinu er tilvalið að nota blöðkur af túnsúru, lítið eitl af vallhumli, graslauk, skarfakál og síðast en ckki sist arf- ann, sem af sumum er talinn standa jafnfætis appelsínum um f.-fjörefni. Er þá klippt ofan af arfanum, áður en hann blómstr- ar. og siðan farið með liann á sama liátt og fiflablöðin. Ef rúsinur eru ekki fyrir hendi, má nota lítið eitt af púðursykri saman við súrmjólkina, eða öllu heldur hunang, ef til er. Þetta mun flestum þykja herramannsmatur og er sann- kölluð C-fjörefnalind. Hreðkur. Salat. Tómatar. Gúrkur. Hreðkur og salat getur hver maður ræktað, sem hefir litinn blett til umráða. Salatið má borða tómt, en flestum þykir lyst- ugra að hafa út á það salatlög, súrmjólk eða annað. Hreðkur eru

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.