Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 64

Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 64
62 HEILSUVERND Sykurinn og börnin. Eftir dr. Paul Carton. Sykur í grænmeti og liráum aldinum er lifandi fæða. Þar er hann í lifrænu sambandi við fjörefni og næringarsölt í lifandi frumukjörnum. Frumur meltingarfæranna sjúga i sig næring- arefnin úr liinum lifandi frumum grænmetisins eða aldinanna. En verksmiðjusykurinn liefir verið hrifinn úr þessum lífrænu samböndum við málmsölt og önnur efni og er þvi dautt efni. Hann er ólífrænt efni, og meira að segja hættulegt efni, og það kostar líffæri vor mikla og skaðiega áreynslu að melta hann. Hann ertir innýflin og ofreynir þau .......... Þeir sem komið liafa auga á skaðsemi sykursins, geta ekki annað en furðað sig á skainmsýni þeirra manna, sem hvetja til aukinnar neyzlu sætinda. Það er blátt áfram skelfilegt að horfa ui>p á það mikla tjón, sem sykurinn vinnur viðkvæmum líffær- um barnsins. Ég er sannfærður um, að af þeim 80.000 ung- börnum, sem láta lífið árlega i Frakklandi, verður lielmingur- inn sykrinum að bráð, sem látinn er i pelann hjá þeim. Það er þessi manndrápssykur, miklu fremur en sóttkveikjur i mjólk- inni, sem er hin sanna orsök meltingartruflana, bólgu í melt- ingarfærum, niðurgangs, værðarleysis <>g taugatruflana, sem ungbörn þjást svo mjög af. Auk þess á sykurinn óbeina sök á smitandi barnasjúkdóm- um. Þar eiga sykurinn og kjötið jafna sök. Með því að troða í börnin sykri, sætindum, súkkulaði, þá erum við óafvitandi að eyðileggja heilsu þeirra. Læknar ráða oss til að gefa ársgömlu barni 120 grömm af sykri á dag.Þetta gefur um helming þeirra liitaeininga, sem barnið þarfnast. Ef fullorðinn maður ætti að borða hlutfalls- lega eins inikinn sykur, þyrfti hann um 300 gr. á dag (sykur- neyzla íslendinga er um 150 gr. á dag að meðaltali á hvert mannsbarn í landinu). Enginn fullorðinn maður mundi þola slikt til lengdar. En samt sem áður leggjum við það á hin viðkvæmu meltingarfæri vesalings barnanna að melta þessa gífurlegu sykurskammta. Ég líð það aldrei, að nokkur minnsta ögn af sykri sé sett í pela cða mat þeirra barna, sem ég er sóttur til. Þessi ráðstöfun ein er nægileg til þess, að hin veikbyggðustu börn dafni og þrífist áfallalaust. (Úr „Cancer" (krabbainein) eftir J. I). liarker).

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.