Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 15
HEILSUVERND
13
haldið hreinum. Sá, sem viðurkennir þetta ekki og hagar
sér ekki eftir því, býður heim sjúkdómum og dauða.
Ein af meginorsökum krabbameins og flestra annarra
sjúkdóma og kvilla, sem þjá mannkynið frá vöggu til graf-
ar, er skortur á innvortis hreinlæti — ófullnægjandi hreins-
un úrgangsefna úr líkamanum, þannig að þau safnast fyrir
í innýflum og líkamsvefjum og valda kyrrstöðu og mót-
stöðu í gangi líkamsvélarinnar. Útrýmið þessari orsök, og
þá munu flestir kvillar og sjúkdómar hverfa af sjálfu sér.
En hvernig víkur því þá við, að líkami okkar skuli ekki
geta séð sjálfur um að halda sér hreinum innvortis á nátt-
úrlegan hátt. Skaparinn gæddi hann vissulega þessum
hæfileika. En það er sök menningarinnar, að hann hefir
glatað honum aftur. Og það er ekki erfitt að sjá, hvernig
það atvikaðist.
Við höfum breytt lifnaðarháttum okkar skyndilega.
Eftir að óteljandi kynslóðir hafa búið við mikla líkamlega
hreyfingu, erum við nú orðnir kyrrsetumenn. Við hreyf-
um okkur of lítið. Jafnframt hefir viðurværi okkar tekið
breytingum til hins verra. Við höfum búið til vélar og
komið á fót iðnaði til þess að skilja frá matvælunum ein-
mitt þau efni, sem eiga að halda líkamanum heilbrigðum
og öllum líffærum hans hreinum og starfhæfum. 1 stað
fullgildrar fæðu bjóðum við líkama okkar fæðu, sem svipt
hefir verið fjörefnum, steinefnum og öðrum lífefnum. Við
bjóðum honum hvítt brauð, hvítan sykur, mauksoðið og
dauðsoðið grænmeti, sem eldurinn hefir rænt beztu efnum
sínum, í staðinn fyrir heilmjölsbrauð og grænmeti í þeirri
mynd, sem það er í frá skaparans hendi, hafandi að geyma
öll þau efni, sem líkami okkar og allar frumur hans þarfn-
ast til þess að geta starfað óaðfinnanlega og haldizt hraust-
ar og heilbrigðar frá fyrsta aldursdegi til hins síðasta.
Árið 1905 birti dr. Bernhard Auzimour hina frægu
doktorsritgerð sína. „Mótstöðuafl Arába“ (Résistance des
Arabes), þar sem hann skýrir frá rannsóknum sínum á
hinum náttúrlegu og nægjusömu lifnaðarháttum eyði-