Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 57

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 57
HEILSUVERND 55 nefndu höfðu miklu stærra merghol en hinna fyrrtöldu, og beina- bygging öll var veikari. Gerill sá, sem próf. Möllgaard notaði við tilraunina, er kallaður lacto Y 48 og hefir fundizt í meltingarfærum lifandi grísa. Hins- vegar lifa streptókokkarnir ekki í meltingarfærum dýra eða manna. Möllgaard dregur þá ályktun af þessum tilraunum, að það hafi mikla þýðingu fyrir heilbrigði dýra og manna, og sér i lagi fyrir þroska ungviða, að mjókursýrugerlar hafist við í meltingarfærunum, og framar öðru virðist Það skipta miklu máli fyrir nýtingu kalks og fosfórs i fæðunni, eins og kemur fram í hinum mikla mun á beina- byggingu tiiraunadýranna. Dönsk blöð hafa skýrt frá þessum niður- stöðum með stórum og feitletruðum yfirskriftum, enda hefir þessi uppgötvun geysiþýðingu fyrir svínaræktina. Svinaeigendur bíða ár- lega mikið tjón vegna þess, að grísunum hættir svo mjög til að hrasa og beinbrjóta sig, áður en þeir hafa náð nægum þroska til slátrunar. Með því að gefa þeim rétta tegund súrmjólkur, er ráðin bót á þessu, og grísirnir þroskast fyrr. Mundi þetta spara þjóðina árlega hundruð þúsunda króna. Júgúrt-mjólkinni og íslenzka skyrinu hefir lengi verið viðbrugðið sem sérstaklega heilnæmum fæðutegundum. Það hafði reynslan kennt forfeðrum okkar, án þess að þeir hefðu — eða kærðu sig um — nokkra vísindalega skýringu á þeirri hollustu. Hér virðast nútíma vísindi enn sem oftar hafa staðfest gamla reynsluþekkingu. 1 júgurtmjólkinni eru stafgerlar, gerlar af sömu tegund eru í skyri, og eru þeir komnir úr kálfsmögum. Þessir gerlar hafa lifað og tímgazt í meltingarfærum kálfsins og taka sér einnig bólfestu í meltingarfærum mannsins og vinna þar á móti rotnunarbakteríunum. Með því að borða skyr helzt daglega, annaðhvort tómt eða í hræring, saman við hafragraut eða krúsku, stuðlum við að ræktun þessa mikilsverða gerlagróðurs í meltingarfærum okkar. Rannsóknir próf. Möllgaards staðfesta ennfremur kenningar þær, sem Are Waerland heldur fram í bókum sínum og ritum um þýðingu súrmjólkurinnar og byggðar eru m. a. á kenningum enska líffræð- ingsins Sir Arthurs Keith um hlutverk sýrugerla í meltingarfærum og þörmum manna. Frá þessu er rækilega skýrt í bók Waerlands Matur og megin, bls. 20 - 25. Vegna þess að skyr er nokkuð þungur matur, en súrmjólk sér- staklega auðmelt, væri æskilegt að sem flest mjólkurbú tækju upp súrmjólkurgerð með skyrgerlagróðri í stað streptókokkagróðurs, sem nú er notaður við framleiðslu súrmjólkur.Einnig þyrfti að gefa al- menningi tækifæri til að framleiða slíka súrmjólk í heimahúsum með því að gefa þeim kost á að afla sér hinna réttu gerla og láta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.