Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 18
16 HEILSUVERND ana. Það er síðasti kapítulinn í sögu um ófullnægjandi hreinsun ristilsins og meltingarvegarins í heild. Fyrstu orsakir hægðatregðu er að rekja til þess, að móðirin sér fóstrinu ekki fyrir nauðsynlegri næringu; annars eru aðalorsakirnar mataræði menningarþjóðanna og sú algenga skoðun, að nægilegt sé að hafa hægðir einu sinni á dag. Konur eru mun verr settar en karlar, vegna þess að kviðarhol þeirra er miklu stærra, þar eð þær þurfa að bera fóstrið í því, og mjaðmagrindin stærri. Þunguðum konum stafar öðrum fremur mikil hætta af tregum hægðum. Hægðatregða er fólgin í því, að ristill- inn stíflast að nokkru leyti, þá smáþarmarnir, skeifugörnin og að síðustu maginn. Meltingarvegurinn þenst því mjög út, og á þeim stöðum, þar sem innihald hans þrýstir á að staðaldri eða togar í, myndast síðar sár og krabbamein að lokum. Önnur afleiðing af kyrrstöðunni, og hún ef til vill enn mikilvægari, er sú, að inn í smáþarmana komast rotn- unarbakteríur úr ristlinum. Fæðan, sem á að næra líkam- an, blandast eiturefnum, sem bakteríurnar framleiða, og úr þörmunum sjúgast þau inn í blóðið. Lifur, nýru og fleiri líffæri þurfa að reyna óeðlilega mikið á sig til þess að hreinsa blóðið, anna því ekki og ofreynast og skemmast smátt og smátt. Hver einasti vefur líkamans verður fyrir eiturverkunum, svo að hrörnun eða skemmdir koma fram í þeim. En þetta skoða læknar sem sérstaka sjúkdóma, hvern öðrum óháða. Sjálfseitrunin veikir mótstöðuafl allra líffæra og fruma líkamans, sem megna ekki lengur að standast innrás óvinveittra sýkla. Þeir ná fótfestu, og ótal sjúkdómar koma fram, svo sem liðagigt, berklar, krabba- mein og fjöldi annarra. Þessir sjúkdómar mundu ekki þrífast í manni með fullkomlega eðlilega meltingu, og þeir læknast, að krabbameininu undanskildu, ef innihald maga og smáþarma er rækilega sótthreinsað. Ef magi og smá- þarmar eru lausir við hinar skaðlegu smáverur, þá geta frumur líkamans fengið fullkomna næringu frá innihaldi þeirra, þegar það berst inn í blóðrásina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.