Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 29
HEILSUVERND
27
með því að styrkja náttúrlegan varnarmátt jurtanna með
réttum áburðar- og ræktunaraðferðum, án þess að nota
nokkur meðul. Meðan á þessum tilraunum stóð, var Ho-
ward fengin önnur tilraunastöð í héraðinu Quetta í norð-
austurhluta Indlands, ekki langt frá Húnsalandinu.
I Quetta þekktust engir jurtasjúkdómar, ekki fremur en
menningarsjúkdómar í Húnsalandi. I tilraunastöðinni í
Quetta uxu því upp alheilbrigðar jurtir. Og nú hóf Howard
hinar merkilegu og sannfærandi víxl-tilraunir sínar. Hann
tók fræ heilbrigðra jurta í Quetta og sáði því í Pusa.
Jurtirnar, sem upp af því komu, fengu nákvæmlega sömu
sjúkdóma og aðrar jurtir í Pusa. Jafnframt tók hann fræ
sjúkra jurta í Pusa og sáði því í Quetta. Þær jurtir urðu
alheilbrigðar og ómóttækilegar fyrir sjúkdóma.
En Howard lét hér ekki staðar numið. Hann flutti jurtir,
sýktar af bakteríum og ormum, frá Pusa til Quetta, til þess
að sjá, hvort þær megnuðu að sýkja hinar heilbrigðu jurt-
ir þar. En það tókst ekki. Jurtirnar í Quetta virtust með öllu
ónæmar fyrir hverskonar jurtasjúkdómum. Sjúkdómarnir
hurfu, bakteríurnar og ormarnir þrifust ekki í jarðvegin-
um í Quetta og dóu út.
Howard var nú tekið að gruna það fastlega, að jurtirnar
í Quetta ættu hreysti sína og sjúkdómaónæmi áburðinum
og ræktunaraðferðinni að þakka, þ. e. a. s. jarðveginum
og undirbúningi hans. Til þess að ganga enn betur úr
skugga um þetta, lét hann rækta tilraunareit í stöðinni í
Quetta með samskonar aðferðum og í Pusa. 1 þessum reit
komu upp nákvæmlega sömu jurtasjúkdómar og í stöðinni
í Pusa. Nú þurfti ekki lengur vitnanna við. Til frekari sönn-
unar og öryggis fyrir því, að niðurstöður hans væru réttar,
fór hann nú að nota i Pusa þær ræktunaraðferðir, sem
reyndust svo vel í Quetta. Árangurinn varð sá, að innan
skamms hurfu állir jurtasjúkdómar þar, eins og dögg fyrir
sólu.
Sir Alfred Howard hafði þannig sannað, með ítarlegum
og nákvæmum vísindalega framkvæmdum tilraunum, að