Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 7

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 7
HEILSUVERND 5 hefi tekið menn í svitabað, er þeir voru að taka kvefið. Reynsla mín er sú, að oft má losna alveg við framhald þess. Kvef og hálsbólga er oft ráðstöfun forsjónar lífsins til þess að losa líkamann við eiturefni sem blóðið þarf að losna við. Þessvegna eru heit böð og sviti samvinna við þessa forsjón heilsu og lífs. Eiturlyf vinna í þveröfuga átt. f stað hins heita vatnsbaðs er gott að þvo kropp hins sótt- heita manns úr vel volgu vatni og þerra strax á eftir. Þá er og gott að vefja líkamann á eftir í mjúkum og hlýjum ullardúkum og framkalla þannig svita, því fylgir værð og oft góður svefn. Jafnframt þessari innpökkun er gott að drekka vatn helzt með sítrónu eða aldinsafa saman við. Yfirleitt verða menn að drekka mikið af heitu vatni í sótthita til þess að auðvelda útgufun og útþvott líkamans. Þegar menn eru losaðir við innpökkun þarf að strjúka yfir hörund þeirra með handklæði vættu eða röku úr köldu vatni, og því næst þurrka það vel á eftir með grófu handklæði, svo að blóðið hlaupi út í hörundið. Þessar hjúkr- unaraðgerðir hressa sjúka menn betur en nokkur lyf. Þær styrkja lífsaflið í stað þess að lyfin veikja það, hlaða líkamann nýju eitri. Böð og þvottur auka mjög viðnáms- þrótt líkamans, — draga úr hitasótt og auka vellíðan. Ef börn hafa háa hitaveiki, er nauðsynlegt að vefja út- limi þeirra með handklæði stutta stund, vættu upp úr köldu vatni. Böðum, þvottum og innpökkun í voðir þarf að haga eftir ástandi sjúklingsins, og er því ekki unnt að gefa fullgildar almennar reglur um hvað réttast er í hverju tilfelli. Þar kemur ýmislegt til greina, sem ekki verður tekið fram í stuttri blaðagrein. Munnur, nef og kok. 4. Fjórða ráðið er að halda vel hreinum munni, nefi og koki hins sóttheita manns. Er gott að hafa til þess volgt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.