Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 25
HEILSUVERND
23
tóma ytri siði og trú á kennisetningar liðinna alda, ófull-
kominn skilning ófullkominna fortíðarmanna á lífinu
og tilverunni, í stað þess að gera fyrst og fremst kröfur
til hvers einstaklings um að vanda og fegra allt sitt ráð
á vettvangi hversdagslífsins — þá er þar áreiðanlega um
að ræða einhvers konar ,,Fúfú“ — andlega svikafæðu, sem
engum mun reynast neinn undirstöðumatur eða endast
vel til þroska. Og þá er horft til mánans, í stað þess að
horfa niður fyrir fætur sér.
Margir munu kannast við erindi Gríms Thomsens, er
svo hljóðar:
Af því stafar auðnubrestur
öllum þeim, sem skilja vilja,
ósýnilegur oss að gestur
innan vorra situr þilja.
Þylur sá ei langan lestur,
en lætur sína meining skilja.
En ef ekkert á oss bítur,
engill fer — og lánið þrýtur.
Allir fá við og við heimsókn þessa ósýnilega, tigna gests,
sem Grímur Thomsen yrkir um. En móttökurnar eru mis-
jafnar. Því miður eru ekki nándarnærri allir gæddir nægi-
legu heyrnar- eða sjónnæmi til þess að vita af gestinum,
hvað þá meira. Eins og að líkum lætur, hljómar líka ,,lestur“
hans til lítils gagns í húsakynnum slíkra manna. Þeir halda
öllum háttum sínum, eins og ekkert annað kæmi til mála.
Og til eru menn, sem kunna ekki betur að meta gestinn en
svo, að þeir reka hann út. Þá er ógæfan vís — fyrr eða
síðar, því að þessi gestur er Sannleikurinn sjálfur. —
1 raun og veru segir Grímur Thomsen sömu söguna og
amma gamla í sögu G. J. Agyemang. Þegar menn taka til
sinna ráða og vilja ekki fylgja leiðbeiningum „himnaguðs-
ins,“ þ. e. a. s. þegar þeir fást ekki til að lifa í samræmi við
lögmál náttúrunnar, þá fer alltaf að lokum eins og segir í
ævintýri ömmu gömlu: Himnaguðinn dregur sig í hlé, heils-
an og hamingjan flýr og alls konar neyðarráðstafanir koma