Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 27
Björn L. Jónsson:
(Itrýming jurtasjúkdómanna
Erfiðasta vandamál allrar ræktunar eru jurtasjúkdóm-
arnir, sem valda hvarvetna geysitjóni, beint og óbeint.
Það kostar mikið fé í efni og vinnu að reyna að halda þeim
í skefjum og tekst þó ekki nema að nokkru leyti. Uppskeran
rýrnar, og oft verður uppskerubrestur af völdum þeirra.
Sem dæmi um þann usla, sem jurtasjúkdómar gera hér á
landi, nægir að nefna kartöflumyglu og stöngulsýki, kál-
maðkinn í rófum og káli og rótarál í tómötum.
Jurtasjúkdómar munu álíka margvíslegir og erfiðir við-
fangs og mannlegir sjúkdómar. Þeir stafa ýmist af bakterí-
um, vírusum, sveppum, ormum eða beinlínis af vöntun eða
ofgnótt vissra efna í jarðveginum. Hin venjulegu ráð við
jurtasjúkdómum eru svipuð og við mannlegum sjúkdóm-
um, og eru þau kunnari en svo, að þörf sé á að rekja þau
hér. Jurtasjúkdómar hafa farið mjög í vöxt á undanförnum
áratugum, og er mönnum ekki grunlaust um, að bakterí-
um eða sveppum sé ekki einum um að kenna, heldur valdi
hér mestu um breytt lífsskilyrði jurtanna vegna breyttra
ræktunaraðferða, aukinnar notkunar tibúins áburðar og
röskunar á réttum hlutföllum næringarefna í jarðveginum.
Er þetta hliðstætt við þá skoðun, að flestir mannlegir sjúk-
dómar stafi af röngum lifnaðarháttum. Báðar styðjast þess-
ar kenningar við þá staðreynd, að sjúkdómar jurta og
svokallaðir hrörnunarsjúkdómar hafa færzt mjög í vöxt,
og ennfremur við það, að í sumum löndum þekkjast hvorki
jurtasjúkdómar né hinir algengu menningarsjúkdómar. I
HEILSUVERND 1946, 3. hefti, er sagt frá hinni litlu
Húnsaþjóð í Himalajafjöllum, þar sem flestir sjúkdómar