Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 42

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 42
40 HEILSUVERND hluti af jarðveginum og endurnýja gróðurmagn hans, og sama er að segja um úrgang frá mönnum og dýrum. Jörð- in er ekki dauður hlutur, hún er stóreflis verksmiðja, heill heimur út af fyrir sig: margar tegundir af gróðurmold og gerefnum, bakteríur og ormar, skordýr og aðrar skepnur, sem breyta dauðum og þefillum hlutum í lifandi efni, án þess að nokkuð fari forgörðum. Meðal frumstæðra þjóða er ekkert, sem truflar þessa einföldu hringrás, svo að jarðvegurinn er engu rændur af skapandi orku sinni. I fjörutíu aldir hafa Kínverjar varð- veitt frjósemi lands síns, með því að hlíta aðferðum náttúr- unnar og skila jarðveginum sem áburði öllum þeim úrgangi, sem menn og dýr gefa frá sér. Þegar jarðveginum er þann- ig vel haldið við, er hann fyllilega fær um að ala lifandi verur. Meðaltölur frá sjö sveitahéruðum sýndu, að á hálf- um þriðja ferkílómetra lands gátu lifað 1783 menn, 212 sauðfjár og 399 svín. Þess er ekki langt að minnast, að Lundúnabúar tóku þátt í þessari hringrás. Aldini og grænmeti var flutt til þeirra á bátum, og sneru bátarnir heimleiðis hlaðnir sorpi og saur, sem notað var til áburðar í garða utan borgarinn- ar. Þrifalegt var það ekki, en það var í betra samræmi við aðferðir náttúrunnar sjálfrar heldur en þær hreinlætis- ráðstafanir, sem nú er beitt og eru fólgnar í því að leiða skolpið til sjávar með ærnum tilkostnaði, þar sem það kem- ur að engu gagni, og verja stórfé í að brenna rusl og úr- gang frá húsum og eyðileggja þannig þau verðmæti, sem í því eru falin. Nú er svo komið, að vér skilum jörðinni aftur aðeins litlu einu af því, sem frá henni er tekið. Orð Sheakspeares „Kórallar eru gerðir af beinum hans“ gætu átt við nú- tímamanninn, því að efnið úr beinum vorum skolast á haf út og gengur þar inn í hringrás sjávarlífsins. Af holdi voru nærist þangið, sem úir og grúir af við strendur vorar, þar sem mikið skolp er leitt til sjávar. Það er mælt, að þessi sjávargróður spilli fiskimiðum og geri að engu á-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.