Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 39
HEILSUVERND
37
„Botnlangabólga virðist vera menningarsjúkdómur. Hann er sjald-
gæfur, og jafnvel óþekktur meðal lituðu kynflokkanna. Meðal
hvítra manna í Bandaríkjunum virðist botnlangabólga tíðari en í
nokkru öðru landi, en samt þekkist hún varla meðal negra Suður-
ríkjanna. Sama má segja um Afríku, og Dr. Sandwith segir svo frá, að
það hafi ekki verið fyrr en 15 árum eftir að Englendingar náðu
yfirráðum yfir Egyptalandi, að botnlangabólga hafi fundizt í inn-
fæddum Egypta eða Súdanbúa. Hann bætir því við. að síðustu árin
hafi samt fundizt nokkur tilfelli; í janúar árið 1906 skoðaði hann
sjúklinga í spítala Dr. Cresswells, ásamt lækninum sjálfum, og
þar voru 5 botnlangasjúklingar i einni 16 manna stofu.
Eg hygg, að helzta og veigamesta orsök botnlangabólgunnar séu
tregar hægðir, það að saurinn situr í ristlinum lengur en góðu hófi
gegnir.“
Mesópótamía. 1 „British Medical Journal“, 25. sept. og 2.
október 1926, birtust eftirfarandi ummæli:
.......1 heimsstyrjöldinni starfaði eg lengi meðal Arabaþjóðflokka
í Mesópótamíu, án þess að sjá nokkurt tilfelli af botnlangabólgu.
Aðalmatur þeirra var: rísgrjón, döðlur og aðrir ávextir. Hinsvegar
komu á sama tímabili mörg tilfelli meðal miklu minni flokks brezkra
manna, sem bjuggu á sömu slóðum, en átu einkum niðursoðið og
frosið kjöt.“
ISLANDSFÖR ARE WAERLANDS VEKUR ATHYGLI.
Stefán Völdan, ritstjóri danska tímaritsins „Ny Tid og Vi“, segir
frá fyrirlestraferð Are Waerlands til Islands í nýútkomnu hefti af
riti sínu. Telur hann leiðangur þennan eftirtektarverðan fyrir tveggja
hluta sakir. I fyrsta lagi vegna þess, að í för með Waerland i ferða-
lagi hans um landið var íslenzkur læknir. Og i öðru lagi vegna þess,
að íslenzka rikisútvarpið gaf honum kost á að tala þar um kenningar
sínar. Telur ritstjórinn bæði þessi atriði bera vott um frjálslyndi og
hleypidómaleysi fslendinga.
Leiðangur þessi er einnig merkilegur fyrir það, að leiðangurs-
mennirnir, Waerland og hinir 4 islenzku ferðafélagar hans, lifðu allan
tímann eingöngu á mjólkur-og jurtafæðu. Er það vafalaust algert eins
dæmi hér á landi, að hópur manna ferðist þannig fram og aftur um
landið vikum saman, án þess að bragða nokkru sinni kjöt eða fisk
eða dreypa á kaffi.