Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 23
HEILSUVERND 21 ,,Já, vissulega," segir gamla konan, ,,ég hélt, að ég hefði sagt þér það. Það var nú í fyrndinni. Þá var himnadrottinn mjög nálægur mönnunum. En gömul kona, Mótó að nafni, sem fann upp sérstaka aðferð til þess að mylja Fúfú (til- búin fæðutegund), gerði drottni gramt í geði, er hún var með hinn langa stauta sinn. Þegar Guð kvartaði yfir þessu við hana, heimtaði hún, að hann hörfaði undan, og þess vegna dró hann sig í hlé langt inn í himinhvolfið, og frá þeim tíma misstu menn- irnir samband sitt við hann.“ „Borðuðu mennirnir ekki Fúfú fyrir þennan tíma?“ spurði drengurinn. „Nei,“ sagði amma gamla. „Mennirnir þekktu áður ekkert til matreiðslu, og þessvegna var ekki nauðsynlegt að steyta Fúfú.“ Söguhöfundur segir, að þetta hafi verið fyrsta fræðsla sín í heimsfræði. Seinna varð hann auðvitað vitrari, og lærði þá að hlæja að þessari kerlingabók, og fleirum af svipuðu tagi. En hann bætir því við, að þar hafi komið, að hann fór að líta öðrum augum á þessa sögu ömmu gömlu. Honum skildist, að mikill og merkilegur sannleikur mundi fólginn vera í þessu einkennilega líkingamáli, og það var aðallega þrennt, sem honum virtist það gefa í skyn, — i fyrsta lagi, að Guð hafi í fyrndinni verið miklu nær mönnunum en nú; í öðru lagi, að hann hafi neyðst til þess að leggja á flótta frá mönnunum, fela tilveru sína fyrir þeim vegna yfirsjóna þeirra, og — í þriðja lagi, að orsök þess, að svona fór, var a. m. k. meðal annars sú, að mennirnir neyttu fæðu, sem þannig var farið með, að það var Guði á móti skapi, þ. e. a. s. ónáttúrlegrar fæðu, sem var óholl. — Þegar ég virði fyrir mér alla hina heimskulegu lifnaðar- hætti nútímamanna, og ekki sízt mataræðismenningu þeirra, kemur mér oft til hugar þessi gamla ömmusaga, og þá verður mér ljóst, hve miklum og merkilegum sannleika hún býr yfir, þó að sá sannleikur sé boðaður á táknrænan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.