Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 34

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 34
32 HEILSUVERND lítið eitt þekkt, mjög lítt þekkt eða með öllu óþekkt meðal innfæddra. 2. ÚR ENSKA LÆKNABLAÐINU ,,LANCET“. Hið þekkta enska læknablað „Lancet“ birti merkilega ritgerð 25. júlí 1914, eftir þekktan skurðlækni frá Liver- pool, R. W. Murray. Fjallar hún um útbreiðslu botnlanga- bólgu og skýrir frá rannsókn, sem höfundur hafði gert í framhaldi af þeirri, sem skýrt er frá hér að ofan. Þar segir: „Á því getur enginn efi leikið að botnlangabólga er miklu tíðari nú en fyrir 20 árum. Auk þess hefir reynsla min fært mér heim sann- inn um það, að sjúkdómurinn sjálfur hefir tekið breytingum. Fyrir 20 árum var eg vanur að nota bakstra við botnlangabólgu og gæta þess, að hægðir væru góðar. Eg þurfti mjög sjaldan að gera botn- langaskurð. Nú virðist sjúkdómurinn hafa breytt sér og vera orð- inn miklu magnaðri, svo að eg geri botnlangaskurð óðara en eg hefi gengið úr skugga um, að um botnlangabólgu er að ræða. Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði eg læknum í öðrum heimsálfum og spurði þá, hvort þeir yrðu oft varir við botnlangabólgu og hvort hún kæmi fyrir meðal innfæddra. Eg vandaði mjög til vals þeirra manna, sem eg skrifaði. Flestir þeirra hafa starfað við spitala nokk- ur ár í viðkomandi héraði. Hér fara á eftir höfuðdrættirnir úr bréfum þeim, er eg fékk“: Nyassáland, MiÖ-Afríku. A. H. Barley segir: 1. Eg hefi aldrei séð botnlangabólgu meðal innfæddra. 2. Eg spurði Dr. Caverhill, frá trúboðsstöðinni í Blantyre. Hann hefir spitala fyrir innfædda og hefir verið hér í 10 ár. Hann leyfði mér að skýra frá því, að meðal 5.000 spítalasjúklinga hafi hann aldrei séð neinn með botnlangabólgu. 3. Eg hefi haft hér 4 Evrópumenn með botnlangabólgu." Fez, Marokkó. E. 8. Verdon segir: „Meðal innfæddra Marokkóbúa er botnlangabólga mjög sjaldgæf. Eftir 16 ára starf inni í landi man eg ekki eftir nema 2 tilfellum. Hinsvegar hefi eg séð nokkur tilfelli meðal Evrópumanna, en eg starfaði aðallega meðal innfæddra." Enski trúboðsspítalinn, Jerúsalem. C. H. Carbett segir: „Meðal hérlendra Gyðinga sjáum við botnlangabólgu sjaldnar en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.