Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 38

Heilsuvernd - 01.04.1948, Blaðsíða 38
36 HEILSUVERND Meðan eg dvaldi meðal þessara þjóðflokka, sá eg aldrei meltingar- truflanir, sár í maga eða skeifugörn, botnlangabólgu, ristilbólgu né krabbamein, enda þótt eg gerði að meðaltali yfir 400 uppskurði á ári, aðallega vegna slysa og líkamslýta. Þótt eg geti ekki fullvrt, að þessir sjúkdómar hafi ekki verið til, Þá hefi eg fulla ástæðu til að staðhæfa, að þeir hafi verið einkennilega sjaldgæfir.“ Dr. A. Rendle Short segir í grein í „Lancet“ 31. jan. 1925: „Svo að vér snúum oss að útbreiðslu botnlangabólgunnar, þá kom- umst vér i stuttu máli að þeirri niðurstöðu, að hún sé algeng í þeim héruðum Evrópu og Ameriku, er standa fremst í menningu, fremur sjaldgæf í hinum fátækari héruðum Suður-Evrópu og mjög fátíð í Asiu, Afríku og á Suðurhafseyjum. En ef íbúar þessara landa taka upp mataræði Evrópumanna, verða þeir engu síður næmir fyrir þessum sjúkdómi. Indverskir námsmenn hér í landi eru enganveginn ónæmir fyrir henni. I Bandaríkjunum er hún öllu tíðari en hér i Englandi, en þó er hún sjaldgæf í negrahéruðum Alabamafylkis og í negraskólum og öðrum stofnunum fyrir negra. Trúboði frá Bar- bados hefir sagt mér, að hann hafi aldrei heyrt getið um botnlanga- bólgu í negra frá Vestur-Indíum, en hvitir menn þar fái hana oft, enda þótt negrarnir séu tólf sinnum fleiri. Aðalmunurinn á mataræði þeirra þjóða eða þjóðflokka, sem fá botnlangabólgu, og hinna, sem eru ónæmir fyrir henni, er sá, að hjá þeim síðarnefndu er fæðið miklu óbrotnara, tiltölulega meira af grófu grænmeti og oft minna kjöt. Sumstaðar þar sem botnlanga- bólga er sjaldgæf, er þó borðað talsvert af kjöti, t. d. í Abyssíniu og Madagaskar. Það eru ekki til neinar nákvæmar skýrslur um tíð- leika þessa sjúkdóms meðal þjóða, sem lifa mestmegnis á kjötmat, eins og Eskimóar og íbúar Paraguay, en að því er vitað er, þá kveður þar ekki mikið að honum. Kynlegt og merkilegt er það, að apar í dýragörðum verða næmir fyrir botnlangabólgu, alveg eins og menn (fannst í 10 af 61 krufðum shimpans-öpum). Segja má, að í hverju því landi, þar sem botnlangabólga er sjald- gæf eða óþekkt, sé borðað mjög mikið af grænmeti og grófefnum. Ef ibúarnir breyta hinsvegar til og taka upp matarvenjur Evrópu- manna, fá þeir að kenna á botnlangabólgunni. Apar í dýragörðum fá vafalaust meira af brauðmat og mjólkurmat og minna af grófu grænmeti og rótum, heldur en þar sem þeir lifa villtir." Dr. W. J. Tyson segir í „Notes and Thoughts from Prac- tice/‘ 1909:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.