Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 38

Heilsuvernd - 01.04.1948, Síða 38
36 HEILSUVERND Meðan eg dvaldi meðal þessara þjóðflokka, sá eg aldrei meltingar- truflanir, sár í maga eða skeifugörn, botnlangabólgu, ristilbólgu né krabbamein, enda þótt eg gerði að meðaltali yfir 400 uppskurði á ári, aðallega vegna slysa og líkamslýta. Þótt eg geti ekki fullvrt, að þessir sjúkdómar hafi ekki verið til, Þá hefi eg fulla ástæðu til að staðhæfa, að þeir hafi verið einkennilega sjaldgæfir.“ Dr. A. Rendle Short segir í grein í „Lancet“ 31. jan. 1925: „Svo að vér snúum oss að útbreiðslu botnlangabólgunnar, þá kom- umst vér i stuttu máli að þeirri niðurstöðu, að hún sé algeng í þeim héruðum Evrópu og Ameriku, er standa fremst í menningu, fremur sjaldgæf í hinum fátækari héruðum Suður-Evrópu og mjög fátíð í Asiu, Afríku og á Suðurhafseyjum. En ef íbúar þessara landa taka upp mataræði Evrópumanna, verða þeir engu síður næmir fyrir þessum sjúkdómi. Indverskir námsmenn hér í landi eru enganveginn ónæmir fyrir henni. I Bandaríkjunum er hún öllu tíðari en hér i Englandi, en þó er hún sjaldgæf í negrahéruðum Alabamafylkis og í negraskólum og öðrum stofnunum fyrir negra. Trúboði frá Bar- bados hefir sagt mér, að hann hafi aldrei heyrt getið um botnlanga- bólgu í negra frá Vestur-Indíum, en hvitir menn þar fái hana oft, enda þótt negrarnir séu tólf sinnum fleiri. Aðalmunurinn á mataræði þeirra þjóða eða þjóðflokka, sem fá botnlangabólgu, og hinna, sem eru ónæmir fyrir henni, er sá, að hjá þeim síðarnefndu er fæðið miklu óbrotnara, tiltölulega meira af grófu grænmeti og oft minna kjöt. Sumstaðar þar sem botnlanga- bólga er sjaldgæf, er þó borðað talsvert af kjöti, t. d. í Abyssíniu og Madagaskar. Það eru ekki til neinar nákvæmar skýrslur um tíð- leika þessa sjúkdóms meðal þjóða, sem lifa mestmegnis á kjötmat, eins og Eskimóar og íbúar Paraguay, en að því er vitað er, þá kveður þar ekki mikið að honum. Kynlegt og merkilegt er það, að apar í dýragörðum verða næmir fyrir botnlangabólgu, alveg eins og menn (fannst í 10 af 61 krufðum shimpans-öpum). Segja má, að í hverju því landi, þar sem botnlangabólga er sjald- gæf eða óþekkt, sé borðað mjög mikið af grænmeti og grófefnum. Ef ibúarnir breyta hinsvegar til og taka upp matarvenjur Evrópu- manna, fá þeir að kenna á botnlangabólgunni. Apar í dýragörðum fá vafalaust meira af brauðmat og mjólkurmat og minna af grófu grænmeti og rótum, heldur en þar sem þeir lifa villtir." Dr. W. J. Tyson segir í „Notes and Thoughts from Prac- tice/‘ 1909:

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.